Íransfarar í startholunum - á ég að trúa því að við náum ekki fjórum styrktarmönnum?

Þriðjudagskvöld:
Stúlkurnar hafa nú allar fengið styrktarmenn og hafa nöfn verið send stuðningsfólki. Í pistlinum hér fyrir neðan kemur fram hverjir hjálpa hvaða stúlku. Auk þess hefur verið greitt með fimmtu stúlkunni og þess vegna ætla ég að biðja Nouriu Nagi að senda mér nöfn þeirra þriggja til viðbótar sem sækja þessa fullorðins/saumakennslu. Því geta enn tveir bæst við.

Ég þakka ykkur ákaflega vel fyrir undirtektirnar.

YERO konur útbúa nú plögg til að senda til mín um hverja stúlku. Þessu verður svo komið til mín á næstunni.
Í Jemenferðinni í vor hittum við bæði yngri stúlkurnar og þær sem nú bætast við.
Mig langar til að biðja þá sem nú koma til sögunnar að senda mér myndir af sér - í pósti, ekki á tölvu og ég kem þeim til stúlknanna þar sem þær eru forvitnar að sjá hverjir eru þeirra hjálparhellur.
Tek fram að ég er með fína mynd af Bjarnheiði og Sigfinni fyrir stúlkuna Najeeba Safe. Vantar myndir af Guðrúnu Valgerði Bóasdóttur, Fríðu Björnsdóttur, Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur, Ingu Jónsd. og Þorgils, Magneu Jóhannsdóttur, Ragnhildi Guðmundsdóttur, Eymar og Dögg, Erlu Magnúsdóttur, Guðrúnu Guðjónsd, Litlu fjölskyldunni, Guðmundi Péturssyni, Þóru Jónasd og Herdísi Kristjánsdóttur.
Þætti vænt um ef þið senduð mér þessar myndir á næstunni.

Íransfarar eru í startholunum, vænti ég. Brottför á fimmtudag og ég hef sent ferðafélögunum nokkra minnispúnkta. Vona við hittumst svo kát og ferðaglöð í Leifsstöð á fimmtudag og enginn gleymi neinu. Við fljúgum svo áfram til Teheran með British Airways. Vonast til að ég geti látið heyra frá okkur á föstudagskvöld eða svo. Bið menn að fylgjast með síðunni og skrifið endilega kveðjur til ykkar fólks í ábendingadálkinn. Við erum ekki í farsímasambandi en allir hafa fengið símanúmer á hótelunum sem við dveljum á.
Vegabréfin tvö komu í gær og eru þegar í höndum sinna rétthafa.

Sömuleiðis sendi ég í morgun vinalega rukkun á Sýrlandsfara í apríl og Jemenfólkið í maí og vona að allir standi í skilum.
Vil benda á að vegna forfalla geta tveir bæst við í Jemenferðina og eggja menn lögeggjan að láta þær upplýsingar ganga. Menn skyldu ekki missa af Jemen. Það er upplifun per se.

Ég þakka þeim sem styðja Jemenstúlkurnar okkar nýju en hef ekki fengið styrktarmenn fyrir fjórar en vona að einhverjir láti í sér heyra. Trúi ekki að menn klikki á því.
Á hinn bóginn hafa peningar verið sendir fyrir þær allar og borgar Fatimusjóðurinn amk í bili fyrir þær sem hafa ekki styrktarmenn. Upphæðin er ekki stór og ég trúi ekki að marga muni um þessa upphæð enda skulum við hafa hugfast að það er hreint með ólíkindum hvað mikið þeim YERO konum tekst að láta þessa 200 dollara endast. Stúlkurnar sem eru í sauma- og lestrarnáminu fá allt efni sem til þarf, hvort sem er bækur og ritföng og til verklegrar kennslu. Einnig má stúlkurnar máltíðir í miðstöðinni, læknisskoðun og bólusetningar og styrk til fatakaupa ef þær eru mjög fátækar - og þær eru það raunar allar.

Sömuleiðis má taka fram að sjóðurinn greiðir til tveggja kennara sem annast fullorðinsfræðsluna og hjálpa yngri krökkunum við heimanámið.

Fimmtán nýjar stúlkur í Jemen. Vona þið bregðið vel við

Viðbót:
Þrír stuðningsmenn bættust við um helgina og nöfn þeirra eru komin hjá nöfnunum stúlknanna. Bestu þakkir fyrir það. Enn vantar stuðningsmenn fyrir fjórar. Greiðslur sendar út um leið og bankinn opnar og þá fyrir allar fimmtán. Þar með njóta nú 52 stúlkur styrks VIMAfélaga og Fatimusjóðsins og er það sannarlega myndarlegur árangur.

Sæl aftur
Var að fá bréf frá Nouriu Nagi í Jemen með nöfnum 15 stúlkna sem hafa byrjað starfs- og lestrarnám í miðstöð YERO í Sanaa í Jemen.

Þær eru á aldrinum 16-39 ára. Nokkrar þeirra hafa þegar eignast styrktarmenn og nú bið ég ykkur að bregðast vel við. Ég læt senda peninga á mánudaginn og þær stúlkur sem hafa ekki styrktarmenn læt ég Fatimusjóðinn borga fyrir en treysti líka á að fleiri bætist í hópinn og styðji þetta þarfa og góða verkefni okkar. Númer Fatimusjóðsins er 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Tvö hundruð dollarar á ári. Það er allt og sumt sem þið reiðið fram.

Stúlkurnar eru
1. Afnan Khaled er 16 ára, hún er föðurlaus og fjölskyldan illa stödd fjárhagslega. Stuðningsmaður Eymar Pledel Jónsson

2. Phonon Khaled er 18 ára og systir Afnan. Þær stunda einkum nám í saumaskap og hannyrðum til að geta stutt fjölskylduna síðar meir. Stuðningsmaður hennar Dögg Jónsdóttir

3. Amna Taha er 18 ára. Gift og 3ja barna móðir. Maðurinn er atvinnulaus og hana langar að læra að sauma og lesa svo hún geti bjargað sér og fjölskyldunni. Stuðningsmaður Erla Magnúsdóttir

4. Khazna Bo Bellah er 22ja ára, fráskilin og þriggja barna móðir. Hún er ólæs. Elsti drengurinn hennar Ali er studdur til skólanáms af YERO Stuðningsmaður Ragnhildur Guðmundsdóttir

5.Najeeba Safe er 26 ára og á 6 börn. Hún er ólæs og óskrifandi. Eiginmaðurinn hefur vinnu örðu hverju. Hún sækir bæði lestrar- og saumatíma. Stuðningsmaður hennar Bjarnheiður Guðmundsdóttir

6. Halima Abdo er 36 ára, fráskilin með sex börn. Hún býr hjá bróður sínum og konu hans, en börnin eru hjá föður sínum. Hana langar að læra svo hún geti tekið börnin til sín. Stuðningsmaður Herdís Kristjánsdóttir

7. Seena Hussan Sayeed er 30 og á fimm börn. Hún var í skóla til tólf ára aldurs og vill taka upp þráðinn. Synir hennar njóta allir stuðnings YERO. Stuðningsmaður Litla fjölskyldan: Ragnheiður Gyða, Guðrún V. Þórarinsd og Oddrún Vala

8. Raefa Omer er 39 ára og kann að lesa og skrifa en býr við bágar aðstæður. Tvær dætur hennar , sem eru báðar fatlaðar, njóta stuðnings okkar, þe. Evu Júlíusdóttur og Ólafar S. Magnúsdóttur. Stuðningsmaður Guðmundur Pétursson

9. Sarkas Ali Aldawee er 26 ára er sæmilega læs og skrifandi en býr við sára fátækt og veikindi eru á heimilinu. Stuðningsmaður Guðrún Guðjónsdóttir

10. Sayda Mohammed, 38 ára. Hún er móðir þriggja stúlkna sem við styðjum, þe. Litla fjölskyldan, Jóna og Jón Helgi, Dominik Jónsson og Inga Hersteinsdóttir. Saydu langar að læra að lesa og skrifa. Hún vinnur fulla vinnu sem vinnukona auk þess að annast heimili sitt. Stuðningsmaður Elísabet Jökulsdóttir

11. Kokup Al Akeal, tvítug og ógift, hún er ólæs og óskrifandi en vill læra til að geta hjálpað sjúkum foreldrum. Stuðningsmaður er Guðrún Valgerður Bóasdóttir

12. Moonya Ali er tvítug og ógift. Hún kann að lesa og skrifa en þarf að læra saumaskap svo hún geti hjálpað bláfátækri fjölskyldu. Stuðningsmenn Inga Jónsdóttir og Þorgils Baldursson

13. Sasbal Al Akeal, 23ja ára. Er sæmilega læs og skrifandi en vill læra svo hún geti staðið á eigin fótum. Stuðningsmaður er Fríða Björnsdóttir

14. Hana Mohammed Ali er gift og á þrjú börn. Eiginmaður hennar er sjúklingur. Hún þekkir stafina og er kappsöm og vill styðja fjölskyldu sína með því að læra. Stuðningsmaður Þóra Jónasdóttir.

15. Najla Alobedydi er 25 ára, ógift og hefur lært að lesa en vill bæta við sig hagnýtu námi svo hún geti bjargað sér. Stuðningsmaður er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Eins og fram kemur hér að ofan hafa allar þessar dugnaðarstúlkur nú fengið sína styrktarmenn.

Árshátíð í mestu kæti - "aðvörunum" aflétt í Sýrlandi

Í gærkvöldi, föstudag, efndi VIMA til fyrstu árshátíðar sinnar og mættu á fjórða tug kátra félaga í Kornhlöðuna og skemmtu sér dátt.
Skemmtinefndin hafði skreytt salinn hátt og lágt svo að til sóma var, alls konar sprell var í gangi, m.a. drógu menn um sæti og var sætanúmer með arabiskum tölum svo menn máttu einbeita sér nokkuð að því að finna stóla sína.
Útbúin var prentuð dagskrá, einkar smekkleg og konur komu flestar búnar sínum fegurstu kjólum, keyptum í löndum Arabíu.

Ragnheiður Gyða Jónsdóttir var veislustjóri og stóð sína plikt af skörungsskap eins og hennar var von og vísa. Magadansmeyjar léku listir sínar og höfðu menn á orði að þær tækju fram magabólgupíum og beinasleggjum sem við höfum séð í ferðunum. Einar Þorsteinsson flutti gamanmál og limrur og Elísabet Jökulsdóttir og bandaríski trommarinn Aldjea voru með gjörning.

Maturinn var sérdeilis gómsætur og kaffi og konfekt á eftir og allt rann ljúflega niður.
Mér þykir sérstök ástæða til að þakka skemmtinefndarfólki, Ingu Ingimundardóttur, Huldu Waddel og Erni Valssyni(Gulla), Álfhildi Hallgrímsdóttur og Þóru Jónasdóttur fyrir góða og hugvitssamlega framkvæmd og voru allir á einu máli um að hér hefði tekist vel til.

Samt get ég ekki varist því að setja út á það að of margir tilkynntu komu sína og mættu síðan ekki eða greindu frá forföllum ALLTOF seint. Það gengur náttúrlega ekki þar sem matur á slíka samkomu er að sjálfsögðu pantaður fyrirfram og skal greiða í samræmi við það. Þetta þykir mér ekki íþróttamannsleg framkoma.

Það breytir ekki því að gleðin var ríkjandi og fóru menn sælir og saddir heim og hlakka til þeirrar næstu.

Sýrland tekið af "válistanum."
Vert er að geta þess að Danir hafa sent sendiherra sinn aftur til Damaskus á Sýrlandi og aflétt þeim af viðvörunum sem giltu um ferðir þangað. Satt að segja fannst mér þessi svokallaða viðvörun ekki ýkja gáfuleg og úr takti við virkileikann. En er út af fyrir sig gott mál að þessari hysteríu er að ljúka og geta menn þá andað léttar ef þeim hefur verið eitthvað þungt fyrir brjósti.

Íransfarar byrjaðir að strauja
Svo líður senn að því að næsti hópur haldi á vit ævintýra og upplifana því nítján manns fara til Írans á fimmtudaginn. Bið menn endilega að fylgjast með hér á síðunni og hvet Íransfara til að láta vini og ættingja hafa aðsetur síðunnar svo að þeir geti fylgst með okkur. Ég veit ekki til að við höfum farsímasamband við Íran en netkaffi eru þar á hverju strái og ég skrifa inn á síðuna eins oft og því verður við komið.
Þá skal þess getið að vegabréf tveggja væntanlegra Íransfara sem bættust við eftir að tveir forfölluðust eru nú á leiðinni frá sendiráði Írans í Osló og skila sér væntanlega á mánudag. Estrid Brekkan í sendiráði Íslands þar í borg hefur sem fyrr verið hjálparhella í því máli og takk fyrir það.

Ferðabrot frá Óman

Sara Sigurðardóttir
ferðafélagi til Óman á dögunum sendi mér þetta og ég fékk leyfi til að skutla því inn á síðuna til fróðleiks.

Það var yndislegt að ganga út í hlýjuna úr flugstöðinni í Múskat höfuðborg Ómans kl 6 að morgni eftir 24 stunda ferðalag frá Íslandi
Sólin var að koma upp allt var svo hreint og fallegt . Þegar við keyrðum inn í borgina eftir pálmagöngum og blómaskrúði fram hjá óskaplega fallegum byggingum sem voru meðal annars ráðuneyti, moskur og einbýlishús hvarf að mestu þreyta eftir ferðina ; það var eins og að koma inn í draumaveröld.

Eftir hvíld á hótelinu hófst ferðalagið daginn eftir um landið. Við ferðuðumst um á jeppum, rútum, flugvélum og sigldum á bátum. Þessa daga fórum við út frá höfuðborginni Múskat til suðurs og lengst til norðurs.
Óman er mikið velverðarríki þar eru engir skattar engin kostnaður við heilbrigðismál og skólaganga er svo til frí . Svo er fallega soldáninum fyrir að þakka en hann tók við völdum kringum 1970 og er alveg ótrúlegt hvað hann hefur gert fyrir landið sitt á þessum vel rúmlega 30 árum.
Landið er feikilega stórbrotið og fallegt en mjög þurrt vegna þess að það rignir eiginlega aldrei nema í suðurhlutanum einhvern tíma á ári og þar verður allt grænt og fallegt á örfáum dögum.

Við sváfum eina nótt í tjöldum úti í eyðimörkinni og fórum við þar í mikið jeppasafarí í gulum sandinum upp og niður sandhóla og brekkur . Ég var alveg skíthrædd í byrjun en síðan magnaðist þetta upp í ótrúlega spennu og var mjög gaman eftir á.

Ég var mjög heppin með bílstjóra í jeppaferðinni .Hann sagði okkur margt og mikið meðal annars hvernig þróunin er að breytast í Múskat. Konur þar vinna í auknum mæli úti og fjölskyldumynstrið er að breytast.
Hann býr með sinni konu og tveimur dætrum í þorpi ca. 200 km. frá Múskat .Vinir hans vilja að hann flytji til höfuðborgarinnar í fjörið en hann kýs heldur halda í gamlar hefðir og vera hjá stórfjölskyldunni sem kemur saman í húsagarðinum á hverjum degi að borða og spjalla .
Svo eru það beduínarnir sem er verið að reyna að koma í hús og verið að byggja fyrir þá en þeir vilja heldur búa í sínum tjöldum og ferðast á milli.

Ég mæli með Óman sem er mjög ólíkt hinum löndunum sem Jóhanna Travel hefur farið til en ég hef heimsótt þau öll núna . En þau hafa öll sín séreinkenni og sjarma það er fróðlegt og skemmtilegt að hafa þessa reynslu í ferðabrunni mínum.

Mjaðmahnykkir og konfektmolar

Í kvöld barst þessi tilkynning frá skemmtinefnd VIMA sem situr nú með sveitta skallana við að fínpússa fyrir árshátíðina n.k. föstudag.

Við viljum minna á árshátíð VIMA, sem haldin verðurmeð mjaðmasveiflu að hætti Íslandsmeistara ... í Kornhlöðunni (viðLækjarbrekku) núna á föstudaginn 24. febrúar. Húsið opnar kl. 19:00 ogverður árshátíðin sett svona um kl. 19:30.

Borinn verður fram tvírétta málsverður ásamt kaffi og konfekti sem kostar k.r 3850.- og gerir hver árshátíðargestur bara upp við vertinn á staðnum (öngvir miðar eða því um
líkt).
Sérstakt aðfengið skemmtiatriði verður í boði VIMA .
Veislustjórn og ýmsar uppákomur verða í höndum VIMA-félaga.
Alltaf er vel þegið ef einhver vill varpa fram léttum kveðskap og (ör)sögum.
Miðað við undirtektir eigum við sannarlega von á fjöri og fjölmenni.Allir VIMA-félagar að sjálfsögðu velkomnir ásamt fylgifiskum og furðudýrum.

Gott að tilkynna þátttöku til mín eða Jóhönnu upp á magnið að gera, þ.e. þeir sem vilja bætast við - sem fara á í potta og á diska.
Árshátíaðrkveðja,
Álfhildur f.h. skemmtinefndarinnar

Þessari snöfurtilkynningu er hér með komið á framfæri og hvet menn eindregið til að nota þetta tækifæri til að hitta nýja og gamla félaga. Vonast til að sjá sem flesta félaga sem eru með í ferðunum í vetur og aðra sem áður hafa tekið þátt í þeim.
Netfang mitt er jemen@simnet.is
netfang Álfhildar alfhildur@fel.rvk.is

Fundagleði VIMA félaga í dag, sunnudag

VIMA félagar sópuðust á fundi í dag vegna væntanlegra ferðalaga.

Kl 14. komu Íransfarar saman og afhentir voru farmiðar, barmmerki og borðar fyrir töskur og svo listar yfir ferðafélaga og nokkur nytsamleg orð í farsi svo sem til að bjóða góðan daginn og þakka fyrir.
Margs var spurt eins og gengur og farið yfir fatnaðarmál og peningamál og ótal mörg atriði sem er nauðsynlegt fyrir menn að hafa á hreinu. Menn mauluðu ómanskar döðlur og jórdanskar smákökur með spurningum og skrafi.

Síðan komu Sýrlands/Jórdaníufarar á næsta fund kl. 15,30. Þessi hópur hefur stækkað svo mjög síðan við hittumst að mér fannst rétt að við hittumst. Þar var sama uppi á teningnum og allt fór fram með ánægju og mörgum spurningum.

Loks komu svo Jemenfélagar - fáeinir voru forfallaðir og gátu ekki sótt fundinn- og voru afar áhugasamir og jákvæðir og rifjuð voru upp skondin og skemmtileg atvik úr Jemenferðum. Stungið var upp á að hópurinn brygði sér í heimsókn í YERO miðstöðina og það er góð hugmynd og þá gætu að minnsta kosti tvær konur hitt fósturstúlkur sínar. Ætla að skrifa Nouriu Nagi um það.

Bréf frá ræðismanni Íslands í Damaskus
barst svo í morgun. Hann áréttar það sem kemur fram í áliti Stefaníu okkar Khalifeh um að ferðamenn muni eiga góða daga í Sýrlandsferðinni og ekki sé minnsta ástæða til að hafa áhyggjur.
Með þessum bréfum frá ræðismönnum okkar sem eru fulltrúar okkar í þessum löndum held ég að síðasti kvíðaneisti - þar sem vottaði fyrir honum- hafi verið slökktur.

Allir hlakka til sinna ferða og tveir eru reyndar að fara bæði til Írans í mars og svo til Sýrlands og Jórdaníu í apríl.
Takk fyrir góða fundi og glaðlegt viðhorf.

Íslensku konurnar við Miklu Mosku í Múskat


Hér getur að líta mynd af þeim fríða kvennafans sem var í Óman á dögunum. Konurnar stilltu sér upp og karlarnir tóku svo mynd í gríð og erg. Á myndinni eru (ekki þó skv. uppstillingu):
Lena Rist, Margrét S. Pálsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Herdís Kristjánsdóttir, Þóra Jónasdóttir, Úrsúla Ingvarsdóttir, Herta Kristjánsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Birna Sveinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Birna Karlsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Eva Júlíusdóttir, Inga Jónsdóttir, Inga Ingimundardóttir, Þórdís Þorgeirsdóttir, Sara Sigurðardóttir og Dagbjört Snæbjörnsdóttir

Mér er illa brugðið - en hér tjá ræðismenn Íslands sig um "ástandið"

Mér hefur hnykkt óþyrmilega við síðustu daga. Gegndarlaus vitleysismálflutningur fjölmiðla nær greinilega betur til sumra en annarra. Það mun vonandi ekki breyta neinu um ferðir okkar félagsmanna en andköf og leiðindi hafa þó óhjákvæmilega ratað til mín. Mér til verulegrar hryggðar.

Menn skyldu ákveða sig fyrr en síðar og hafa tryggingar í lagi. Á þessu hef ég hamrað frá því við byrjuðum að fara í þessar ferðir en greiðari aðgang virðast rangsnúnar fréttir hafa að eyrum sumra og verður héðan í frá valið vandlega í hópana. Ef mér er ekki treyst til að meta ástandið er til lítils unnið.

Ég bað því ræðismenn Íslands í Íran og í Jórdaníu að segja sína skoðun og þær fara hér á eftir.
Mér væri hughreysting í því að menn skrifuðu inn á ábendingadálkinn fyrir neðan greinina en umfram allt hvet ég fólk til að kynna sér Hvað er johannatravel.

Frá Stefaníu Khalifeh, ræðismanni Íslands í Amman í Jórdaníu

Mér þykir afar miður að heyra hversu rangt hefur verid farið med staðreyndir í fréttaflutningi nýverið af ástandinu i þessum heimshluta i kjölfar birtingar skopmynda af Mohameð spámanni.
Í Jórdaníu hefur lífið gengið sinn vanagang, nema það að við getum ekki keypt danskt smjör.Mótmælagöngur hafa farið fram með friðsamlegum hætti, og er ekki útlit fyrir að framhald verði á þeim.
Ég tók þá ákvörðun í öryggisskyni að taka niður íslenska fánann á ræðisskrifstofunni eftir að sendiráð Dana og Norðmanna voru brennd i Damaskus eins og hin Norðurlöndin gerðu. Íslenski fáninn er svo líkur norska fánanum að mjög auðvelt er að taka feil á þeim.
Í samtali mínu við sænska sendiherrann í Amman í gær tjáði hann mér að Svíar munu lyfta ferðabanninu á þetta svæði innan nokkra daga. Gert er ráð fyrir að aðrir fylgi á eftir.
Í vikunni komu tveir Íslendingar til Jórdaníu til að taka þátt í ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Á þessar ráðstefnur mættu bæði Danir og Norðmenn. Ráðstefnugestir mættu engu nema hlýju viðmóti þess fólks sem býr í landinu.

Síðastu 4 daga hefur írski forsetinn verið hérna í opinberri heimsókn. Hún er búin að vera á ferðalagi um svæðið og lét þetta "ástand" ekki hafa áhrif á sitt ferðalag!

Að lokum vildi ég bara hvetja ykkur að láta ekki rangan fréttaflutning villa ykkur sýn og á sama tíma aftra ykkur tækifæris til að koma á þessar slóðir.

Frá ræðismanni Íslands í Teheran í Íran
Við höfum kannað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að erlendum ferðamönnum stafar ekki minnsta hætta af neinu hér. Við vonum að hópurinn sem er væntanlegur í byrjun mars, njóti ferðarinnar, og leggjum áherslu á að útlendingar þurfa alls ekki að óttast neitt hér í landi.

Svoleiðis er nú það. Verið svo væn að benda á "hætturnar" eða "ekkihætturnar." Hefur ykkur fundist þið vera í bráðri lífshættu?Til dæmis Ómanfarar nú síðast? Eða aðrir?


Nýjar námsstúlkur í Jemen - og svo hitt hvað er hættulegt og hvað ekki

Góða kvöldið öll
Sálin nálgast , var við Vestmannaeyjar áðan og ætti því að vera mætt á Drafnarstíg í fyrramálið.

Mín beið bréf frá Nouriu Nagi þegar ég kom heim í gærkvöldi þar sem hún skrifaði mér ítarlega um nýju stúlkurnar okkar í Jemen.

Eins og ég sagði ykkur fyrr þá stóð til að efna til fullorðinsfræðslu hjá YERO fyrir stúlkur á aldrinum 15-20 sem hafa aldrei fengið tilsögn í lestri. Þetta reyndist vera þrautin þyngri því fjölskyldur þeirra voru tregar til að leyfa dætrum að taka þátt í svoleiðis "óþarfa."
Nouria fékk þá snjöllu hugmynd að leysa málið með því að sameina námskeiðið - hafa lestrarkennslu og hannyrða og saumanámskeið og var þá ekki sökum að spyrja, allt fylltist á augabragði og nú eru tveir hópar stúlkna sem koma daglega í miðstöðina, fá leiðsögn í saumaskap og bróderíi og svo í lestri.

Þar með sameinar Nouria og þær YERO-konur hagnýta kennslu sem kemur stúlkunum að notum og hefur einnig fengið kennslukonur til að leiðbeina þeim um stafrófið og vonandi frekara nám.

Um tíu manns hafa þegar gefið sig fram og vilja taka þátt í að greiða 200 dollara á ári og ég á von á nöfnum stúlknanna næstu daga. Alls eru stúlkurnar um 35 svo ég vona að fleiri láti í sér heyra og hjálpi til við þetta verðuga verkefni.
Þeir leggi þá inn á reikning Fatimusjóðsins - sjá hér til hliðar en annars má einfalda málið og númerið er 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Framlög eru þakksamlega þegin og meira en það.

Nouria sagði mér einnig að "litlu" stúlkurnar okkar - sem þegar hafa styrktarmenn- 37 stæðu sig eins og hetjur og væru kappsamar og duglegar, allar með tölu. Þegar líður fram á vorið fæ ég upplýsingar um frammistöðu hverrar og einnar og kem þeim upplýsingum til viðkomandi styrktarmanna. Íslandskort er komið upp á vegg í miðstöðinni og stelpurnar biðja allar að heilsa og þakka fyrir gjafirnar sem Nouria valdi þeim fyrir upphæð sem flestir greiddu eftir foreldrafundinn okkar í desember s.l.

Mig langar að fara nokkrum orðum um fréttaflutning síðustu vikna. Það er engu líkara en ansi margir hafi orðið skelfdir vegna hans - og út af fyrir sig er mönnum það ekki láandi. Orðaflóð og gauragangur um árekstur menningarheima eins og það hefur sums staðar verið kallað hefur að mínu viti farið yfir öll skynsemis og velsæmismörk.
Þetta vita m.a. þeir sem voru með mér í Óman, friðsælu og kyrrlátu múslimalandi, síðustu tvær vikur. Þar ríkti vinsemdin ein í garð útlendinga og ég hef margsinnis sagt og get staðið við það að fólk í þessum löndum kann þá list, sem við höfum ekki alltaf á valdi okkar, að gera skilsmun á opinberum aðilum og stjórnendum og svo óbreyttum liðsmönnum sem sækja þessi lönd þeim sem vinir og áhugamenn um að kynnast þjóð, menningu og mannlífi.

Það er HVERGI ástæða til að óttast. Það mundi ekki hvarfla að mér að tefla í tvísýnu. Ég hef verið í sambandi við vini, kunningja svo og ferðaskrifstofur sem annast okkar félagsmenn í þeim löndum sem við förum til og þeim ber öllum saman um að við getum verið róleg.
Ég breytti dagskrá í fyrra þar eð nokkur vafi lék á um hvernig mál skipuðust í Líbanon. Þó er næsta víst að íslenskir ferðamenn hefðu verið öruggir en til vonar og vara fannst mér rétt að fara að öllu með gát.

Það er ekkert það að gerast nú sem vekur mér ótta um næstu ferðir en vissulega fylgist ég með og nýt þess að þarna á ég alls staðar góða að sem mundu ráða mér heilt.
Því bið ég fólk lengstra orða að treysta mér. Það er aldrei gerlegt að garantera neitt í þessu lífi. Það vita menn. En við eigum heldur ekki að vera svo einföld að gleypa fréttaflutninginn hráan og búa úr þessu rugl sem sviptir menn þeirri einstöku reynslu sem ferðirnar bjóða upp á.

Mér er gleði að segja frá því að það hafa bæst við tveir félagar í Íransferðina í mars eftir að eitt sæti losnaði þar. Fékk einnig bréf í morgun frá hjónum sem eru að fara í þá ferð þar sem þau lýsa tilhlökkun og allir Íransfarar hafa lokið greiðslu.

Fyrirspurnir vegna Sýrlands í apríl hafa sannarlega borist og allt í lagi með það og eftir þær fréttir sem ég aflaði mér í dag sé ég að þar er allt í sómarjóma og menn geta haldið áfram að hlakka til.Ef eitthvað ber út af verða félagar fyrstir til að vita það.
Við eigum góða ræðismenn á þessum stöðum sem eru færari til að meta ástandið en - leyfi mér að segja - menn hér í ráðuneytum sem hyllast til að hlaupa upp til handa og fóta með takmarkaða þekkingu og skilning.
Þetta er málið. Ekki öllu meira um það að segja.

Sjáumst á sunnudaginn.

Ómanfarar eru komnir heim- sælir og sáttir - áríðandi til annarra ferðalanga

Klukkan er hálf þrjú aðfararnótt miðvikudags og allir Ómanfarar væntanlega komnir til síns heima. Allar ferðalangar voru nokkuð dasaðir eftir daginn en allt í blíðu og öllum þótti elskulegtað koma út í íslenskt febrúarveður. Töskur skiluðu sér allar eftir því sem ég best frétti.

Við erum afar ánægð með þessa fyrstu Ómanferð og áreiðanlega var margt sem kom fólki skemmtilega á óvart hvað varðar samfélag í því landi, fegurð í landi og fólki. Mér finnst við hafa komist yfir að skoða margt á ekki fleiri dögum.

Sl. nótt þ.e aðfararnótt 14.febr risum við úr rekkju um þrjúleytið um nóttina og hafði Al Falaj þá tilbúinn þennan sóma morgunverð handa okkur plús afmælistertu JK vegna afmælis og upphófst náttúrlega afmælissöngur og var ekki á neinum að sjá stýrur í augum eða stirðleika. Kvöldið áður hafði United Tours boðið í dæmigerðan ómanskan kvöldverð og sátu menn - af mismikilli leikni að vísu - á gólfinu en alla vega voru mat gerð góð skil.
Ruedi ferðaskrifstofustjóri þakkaði hópnum einstaklega skemmtileg kynni og uppskar ferfalt íslenskt húrrahróp og JK talaði og allir skáluðu í vatni eða ávaxtadjús og svo var gengið snemma til náða.

Síðasta daginn í Óman héldu þó nokkrar vaskar konur í hálfs dags skoðunarferð og komu heim glaðar og upplyftar.
Það var enda einkenni þessa hóps, gleði og samstaða og allir báru umhyggju hver fyrir öðrum. Það fannst mér mikils um vert og votta öllum gleði mína.

Ég átti minn afmælisdag í fimm löndum í dag og var sunginn afmælissöngur öðru hverju og svo færði hópurinn mér tösku að gjöf fyrir plögg og skjöl því plastpokinn minn þótti einhvern veginn ekki nógu tignarlegur. Einnig fékk ég nokkurra millljón ára gamlan steingerving og fleira notalegt.
Hitti ekki alla til kveðju á Keflavík í kvöld en við munum hittast eftir mánuð eða svo þegar minningar hafa verið sorteraðar og myndir framkallaðar og gera okkur glaðan dag/kvöld.

Hef ekki haft tíma til að athuga hvernig febrúar greiðslur hafa skilað sér en vona þar sé allt í glæsilegu standi. Bið menn að kippa því í liðinn ef eitthvað er ekki frágengið.

Bið aprílfara til Sýrlands/Jórdaníu að hafa ALLS EKKI áhyggjur og sé að Íransfarar 2.mars eru klárir í slaginn og gott er að vita það. Eigi einhver eftir að klára Íransgreiðslu: gera það nú eins og hendi sé veifað. Það ætti að vera klárt og kvitt að við flönum ekki að neinu en menn mega heldur betur vara sig á fréttum af svæðinu sem eru villandi og stundum beinlínis kolrangar og tek ég þó afar kurteislega til orða.

Íransfarar: Mæta kl. 2 í Stýrimannaskólanum gamla við Öldugötu n.k. sunnudag til að sækja miða. Það verða allir að mæta.
Bið Sýrlandsfara að mæta kl. hálf fjögur til skrafs og bendi á að allt í Sýrlandi er tilbúið og bíður okkar með óþreyju.

Jemen/Jórdaníufarar komi svo kl. hálf fimm. Alveg upp á mínútu.

Fékk unaðslegar ómanskar döðlur í afmælisgjsgjöfina í morgun og svo keypti Þóra J ljúffengar kökur fyrir mig í Amman í morgun.

Vinsamlegast láta ganga til þeirra sem eru ekki með netfang. Það er mjög ÁR'IÐANDII að ALLir mæti.

Hatidisdagar i Muskat

I gaer var skodunarferd um Muskat og var byrjad a ad fara i Miklu mosku sem Kabuss soldan let byggja handa tjodinni sinni. Thetta er afkaflega mikil og fogur bygging, teiknud af omansk-breskri arkitektastofu og innan dyra klaett i holf og golf med gofugu ironsku teppi, kristalljosakronur eru i loftum og smekklegir steindir marokkskir gluggar. Einstaklega fagurt og blitt.
Vid skodudum tjodhattasafn sem var eins og annad her smekklegt og upplysandi, tylltum nidur ta a markadi, skodudum virki og rakum inn nefid a Al Bhustan sem er eitt veglegasta hotel i heiminum. Fengum okkur kaffi bolla thar og fundum hefdarmennskuna streyma um okkur.

Auk thess voru samhlida hatidahold innan hopsins tvi Dagbjort atti afmaeli i gaer 11.febr og var afmaelissongur sunginn med jofnbu millibili, Rudi ferdaskrifstofuforstjori faerdi henni gjof og hotelid kom med hnallthoru.

I morgun var svo verslunarferd um stormarkadina og rann aedi a marga svo la vid ad thyrfti ad kalla ut flutningabil til ad ferja gossid upp a hotel. I dag a Gudrun Olafsd afmaeli og hefur hun fengid vaenan skammt af afmaelissong og hurrahropum, gjof fra ferdaskrifstofu og terta beid sem hopurinn gerdi ser gott af vid sundlaugina.

Nu erum vid ad fara i solarlagssiglingu ut a Omanfloa og i kvold bordum vid a ironskum veitingastad.

A morgun er frjals dagur og sumir aetla i halfs dags skodunarferd nordur af Muskat, adrir hugsa ser gott til glodarinnar ad versla meira og adrir aetla bara ad vera i ro og mag.
Thad eru allir mjog hressir og gladir og bidja fyrir bestu kvedjur og thakklaeti fyrir allar kvedjurnar og nu vona eg nokkrar baetist vid.

Aevintyragengid er i Musandam

Saelt veri folkid
Vid vorum ad koma ur siglingu um omonsku firdina her nordur i Musandam og hofum eiginlega tekid ad okkur gaeslu Hormutssunds. Vi[ flugum til Khasabs sem er einn helstur baeja i Mussandam og vorum keyrd rakleitt nidur a bryggju thar sem omanskur dhow beid okkar og thrir skipsmenn, gaed, kokkur og sidast en ekki sist skipstjorinn og reyndust audvitad allir heita Mohammed.

Vida eru litil thorp sem enginn virdist komast til nema fuglinn fljugandi enda eiga thorpsbuar allir litla hradbata og saekja ser vistir inn til Khasab og ferja born i skola thangad. Ekki var stigid a land i neinu thessara smathorpa tvi their vilja frid fyrir atrodningi og allir virda thad. Thetta folk lifir a fiskveidum en flytur 3 manudi a ari inn til Khasab - thad er a heitasta timanum thegar fiskurinn hverfur ur sjonum thegar hitar eru mestir.

Vid sigldum svo i blidunni og stoppudum a litlum vikum og fylgdumst med hakorlum i einni, hofrungnum i annarri og svo var stefnt ad Simaeyju - thar sem Bretar logdu simalinu a nitjandu old sem tengdi austrid vid London. Thar stukku allir i sjoinn og busludu og skvompudu og skemmtu ser. A verdi i batnum voru JK, Thora, Eva og Magnus en allir adrir skelltu ser i sjoinn. Mohammed kokkur og Mohammed gaed steiktu fisk og kjukling a grilli og svo var herleg maltid snaedd i batnum thegar sundkapparnir h0fdu skutlad ser um bord. Fjallasynin er einstaklega hrikaleg og fjolbreytileg og eftir matinn var dasad og oad og anaegjan leyndi ser ekki.
Vid bordum kvoldmat her a hotelinu a eftir og i fyrramalid er fjogurra tima fjallaferd um naerliggjandi fjoll thessa serstaka hluta Omans.

Thad teygdist ur sidasta degi okkar i Salalah thar sem flugi var frestad um sex tima. Menn hofdu litil othaegindi af tvi enda fengum vid tvo herbergi til afnota. Flestir drifu sig i skodunarferd ut ad Mugsailklettinum sem hafdi dottid ut af dagskranni og voru hressir med thad en adrir dormudu vid sundlaugina.

Nu fer ad siga a seinni hluta ferdarinnar sem allir eru anaegdir med heyrist mer og synist en vid eigum tho eftir nokkra daga i Muskat thegar hedan verdur farid siddegis a morgun.

Thad vekur alltaf mikla gledi ad fa kvedjurnar ad heiman svo eg hvet menn til ad lata i ser heyra.

Fridsaeld i Salalah

Mer skilst ad thad se smafar i gangi heima og frettir fra Midausturlondum seu allar i hysteriuton og rangtulkunum eda segjum kannski oftulkunum.
Her rikir kyrrd og fridsaeld og enginn i hopnum hefur maett odru en einstakri velvild allra. I hamingju baenum latid ekki fafraedi og kolrugladan frettaflutning na tokum a ykkur. Heyrdi einnig fra forstyrunni okkar i Iran og hun segir ad thar se allt afar rolegt og ekki se minnsta astaeda til ad flytja sig i ahyggjudeildina.


En sem sagt ferdalagid okkar.

Gerdum goda ferd a silfur og mirrumarkadinn her i Salalah. Tvi midur var Fatima mirrudrottning, vinkona min, ekki i basnum sinum, i ljos kom ad hun hafdi farid til Muskat ad syna kunstir sinar a listahatid sem stendur yfir thar.
I gaer var undur god skodurnarferd um nagrenni Salalah, farid i thorp falleg og snyrtileg, litrik og m.a skodudum vid kastala i Takkah en endurskirdum hann snarlega og heitir hann upp fra thessu syslumannssetrid i Takkah.

Vid renndum ad Khor Rour en thar var adalutflutningshofn fyrir mirruna til forna og logdu their upp thadan til ad fara i austur og vestur. Thar tok land a sinum tima Drottningin af Saba thegar hun var ad undirbua ferd sina til Salomons konungs i Jerusalem og vildi faera honum bestu mirruna.
Tharna er verid ad grafa upp holl og sumir telja ad Bilquis drottning hafi kunnad svo ljomandi vel vid sig ad hun hafi latid reisa hana og gert ser tidforulla a stadinn en adur var alitid. Thessi stadur er kominn a Heimsminjaskra UNESCO asamt reyndar odrum rett vid baeinn thar sem merkilegar minjar hafa fundist.

Vid bordudum nesti i fjallasal, vid laekjarnid og grodur og menn lobbudu um nagrennid og sidan ma ekki gleyma ad vid komum vid a sardinuokrunum en thaer eru thurrkadar uppi i dolunum og sidan unnar i skepnufodur. Thetta fannst ollum snidugt ad sja.

Rodin var komin ad tvi ad vitja grafhysis Jobs spamanns og segja soguna af honum en thad vard bid a tvi ad vid kaemumst thangad tvi ulfaldahjord- liklega nokkrir tugir- voru a veginum og letu ekki trufla sig tho ein ruta kaemi ad theim. Svo vid hoppudum oll ut og vard ur mikil myndataka og fagnadarop.
Eftir tedrykkju - thar sem Gunnthor notadi taekifaerid og tok eina skak vid Omani sem satu thar ad tafli var rodin komin ad mirrutrjanum.

Nokkrir hofdu ekki fengid nog afrekad a markadnum svo vid skildum felaga eftir thar og their komu ser svo fyrirhafnarlaust i leigubil a hotelid.

I gaerkvoldi bordudum vid a veitingastad i fjorubordinu og eg tek fram ad eg les samviskusamlega skilabodin sem eru sett inn, thegar vid sitjum ad kvoldverdi.

Nu eru menn ad tina ser saman tvi vid forum ut a flugvoll a eftir og til Muskat.

Endurtek kaerar kvedjur fra ollum. Thad eina sem amar ad er ad rodd min hefur rett eina ferdina enn gefid sig, kannski lika vegna flensu og kvefsins sem hrjadi mig fyrir ferdina. Reyni ad thegja sem mest i dag og thetta lagast, insjallah.

Og sem sagt> enginn hefur 7- 9 - 13 fengid i magann, hvad tha meira.

I solinni i Salalah

Godan daginn og blessadan
Vid Omanfarar erum komnir til Salalah og i augnablikinu sleikja menn solina vid sundlaugarnar eda busla i oldum Indlandshafsins. Hotelid okkar er mjog glaesilegt og allur adbunadur til hins mesta soma.
A eftir kemur Salalah gaedinn okkar, hress naungi sem heitir Akmed, og vid forum i leidangur a mirrumarkadinn og vidar.
Her teygja banana, kokoshnetu og papaya tre sig um akra og menn hofdu a ordi thegar vid keyrdum fra flugvellinum ad her vaeri enn ein omanska veroldin og thaer eru ordnar nokkar thegar a thessari fyrstu viku okkar.

Dagurinn i gaer verdur orugglega ollum minnisstaedur, tha var lagt upp fra Nizwa og keyrt um sannkallada safari leid yfir Hajarfjollin. Vid forum gegnum fjollin um Baladskardid sem er i 2800 metra haed. Fjallafegurdin er olysanleg og margbreytileikinn hreint kyngimagnadur.
Fjallafegurd er eins og astin, henni verdur varla lyst, menn verda ad lifa hana.

Vid adum i fjallasal og bordudum nesti og nokkrar naerstaddar geitur komu tafarlaust a svaedid og kunnu vel ad meta ad fa snaeding med okkur.

I gaerkvoldi vorum vid komin a ny til Muskat og bordudum gomsaetan fiskikvoldverd. Ruedi ferdaskrifstofuforstjori slost i hopinn og var katur ad sja hvad allir voru katir og i godu formi.

A morgun er svo skodunarferdir um nagrenni Salalah, tha verdur farid um fjallathorp og ut a klettasnasir ad ogleymdum greftrunarstad Jobs thess mikla maedumanns.

En her er ekki maedan heldur kaetin og allir bidja fyrir bestu kvedjur heim.

Dagbokarbrot fra Omanforum

Godan daginn oll heima
Allir Omanfarar katir og hressir og ferd hingad til gengid eins og best verdur a kosid.
Allir senda kaerar kvedjur heim til sinna.

Okkur var tekid hofdinglega vid komuna hingad adfararnott thridjudags og leidd til vidhafnarstofu i kaffi og dodlur medan gengid var fra aritunum og svo keyrdum vid i morgunsolinni inn i Muskat og fannst thad falleg sjon og tho menn vaeru syfjadir og framlagir nokkud eftir flugid vakti thad strax athygli hve borgin er hrein og einstaklega snyrtileg.

Svo foru allir til sinna herbergja a Al Falaj hoteli og svafu til hadegis en tha fengum vid notalegan morgunverd og tha var vedur skyjad en hlytt og var akvedid ad fresta solarlagssiglingu um floann og fara thess i stad ad kanna markadinn vid hofnina i Muttrah. Tha kom i ljos ad menn voru allir ad braggast og sast thad ekki sist i plastpokum sem voru i pussi manna.

Um kvoldid bordudum vid saman a indverskum stad og forstjori United Tours kom og helt okkur selskap og likadi folki baedi matur og madur og voru vel a sig komnir thegar vid rulludum okkur i hattinn i fyrra fallinu thad kvold.

A midvikudag var svo farid i thessa 4ra daga ferd sem enn stendur yfir med bravor. Keyrdum i sudur, um tilkomumikid fjalllendi og yfir a Finnsstrond sem teygir sig i sudurattina. Skodudum stad thar sem sjor er hreinsadur og aetludum lika ad hitta flamingoa en their hofdu tha brugdid ser i burtu og voru hvergi synilegir. Svo var stoppad vid Wadi Tiwi sem er storbrotid og djupt hamragil og gengu menn inneftir og fannst mikid til um fegurdina. Thetta var god ganga og menn ordnir svangir ad henni lokinni svo nestishadegisverdur sem vid neyttum a Hvitusstond var vel theginn. Sidan var stefnan stungin ut til Sur - baerinn hans Sindbads saefara- og thar skodadad listilegar hurdir sem baerinn er fraegur fyrir svo og dhows sem eru serstakir omanskir batar.
Undir kvold a thjaegilegu hoteli a Skjaldbokustrond og eftir mat var keyrt - ekki rolt eins og eg hafdi sett i ferdalysinguna um langa vegu nidur ad strondinni thar sem er staersta skjaldbokubyggd i heimi, skilst mer. Tha var ordid nidamyrkur og undir leidsogn paufudumst vid i sandinum med stoku vasaljos og gekk monnum misjafnlega ad fota sig. vorslumadur skjaldbokubyggdarinnar sagdi fra hegdun skjaldbakanna og bad okkur ad fara med gat - og litil haetta a odru reyndar- til ad styggja thaer ekki um of. Tharna var bedir drjuga stund medan vorsludrengurinn leitadi ad skjaldbokum og stjornuskrudid a himni var svo mikid ad menn hofdu a ordi ad thessi ferd i myrkrinu vaeri fullkomlega thess virdi tho vid saejum engar skjaldbokurnar.
En thad for aldrei svo og vid hittum loks a skjaldboku, gridarstora i holu sinni. Adrir sau tvaer en vegna umferdarinnar leist skjaldbokunni ekki a blikuna haetti vid ad verpa og skrongladist til hafs. Allir voru anaegdir og allir komust i sina bila ad lokum.

A fimmtudag var stent inn a Wahibasanda eftir ad hafa skodad nokkrar moskur og var thar merkilegust Jalan Bani i samnefrndu thorpi sem er serstok ad tvi leyti ad 55 grafhysi eru a thakinu. Adur en vid brenndum inn i eydimorkina stoppudum vid i budum i jadri hennar og thar bidu thoddansar og var Helga Thorarinsdottir ekki sein a ser ad ganga i dansinn. Tharna beid okkar finn hadegisverdur, m.a. vidhafnarlambakjot sem er eingongu eldad a Eid al Adha og svo vaentanlega thegar hefdarfolk ber ad gardi.

Bilstjorarnir letu hleypa ur dekkjum og hofst nu tryllingslegt ralli upp og nidur sandoldur svo oad var og aept og hrist og skoppad og thess a milli lobbudum vid um oldurnar. Sandurinn er svo einstaklega fingerdur ad minnir helst a sykur. Litbrigdunum skal ekki reynat ad lysa.

Vid vorum ekki komin i Thusund og einnar naetur budirnar fyrr en dimmt var ordid og tokst samt aegaetlega ad koma folki fyrir i sinum tjoldum og svo hittumst vid i adaltjaldinu, drukkum te og vorum oll ordin ringlud af keyrslunni um sandoldurnar af hlatri og af katinu dagsins.
Dagbjort og Sara stigu suludansinn, brandarar fuku tvist og bast og kvoldverdurinn ekki af verri endanum.

I gaermorgun thegar birti var thad monnum ad umtalsefni m.a. hve otrulega kalt var tharna a sandinum en jafnskjott og solin kiom upp snogghitnadi. Tha tok vid ulfaldareid og voru menn serdeilis tignarlegir - adeins misjafnlega tho- thegar their settust upp a dyrin og @theystu@ um nagrennid.

A leidinni nidur af sondunum tylltum vid nidur ta hja beduinafjolskyldu og skodudum husakynnin og heilmargir keyptu ser fallega handgerda gripi. Vid lentum svo i Nizwa, sem var um langa tid hofudboirg Omans, upp ur hadeginu og erum her a fineris hotelinu Tulip Inn. Thad stendur adeins fyrir utan Nizwa og vid runtudum inn i bae i gaer og forum i adalkastalavirki borgarinnar og sidan i konnunarferd um markadinn.
I gaerkvoldi var svo bordad her vid sundlaugina og sem fyrr fin stemning og godur matur.

Thad er a planinu ad fara upp a Solarfjall i dag - h;sta fjallid her i landi- og verdum vaentanlega komin aftur um 3 eda adeins seinna og tha lita menn hyru auga til sundlaugarinnar.

A morgun verdur haldid a ny til Muskat.

Gisli B teiknar og teiknar thegar stoppad er drjugt a stodum og eru margar myndir thegar komnar.
Vid erum a sjo jeppum og fer vel um okkur, bilstjorarnir saetir og prudir og stadhaeft get eg ad allir eru hressir og 7-9-13 hefur enginn fengid i magann hvad tha meira.
Verd ad lata her stadar numid i bili en reyni ad lata heyra okkur eftir tvo daga thegar vid verdum komin til Salalah i sudrinu.