Hvað hugsa menn í erl. fréttum í íslenskum fjölmiðlum eða hugsa þeir yfirleitt

Þessari síðu er ekki ætlað að fjalla um pólitík í Miðausturlöndum enda er það flókin tík.

En einatt hvarflar að mér hvort fréttamenn á íslenskum fjölmiðlum og skrifa um erlend málefni viti hreint ekki í hausinn á sér og tvísögnin og margsögnin og vitleysan er stundum svo mikil að það gengur fram af mér.

Í Morgunblaðinu í dag er til dæmis sagt frá því að hópur Michels Ayuns sem er forsvarsmaður örgahóps kristinna í Líbanon styðji mótmæli gegn stjórn Fuads Siniora forsætisráðherra og sé því sammála þeim varhugaverðu mönnum sem mér skilst að Hizbollah sé.

Þeir vilji koma Siniora frá vegna þess að þeir (og um fram allt Ayun sem var raunar í útlegð árum saman og kristnir menn í Líbanon voru ekki of lukkulegir þegar hann sneri heim úr útlegð því hann hafði ansi hreint grugguga samvisku)gruni Siniora um að vera hliðhollan Vesturlöndum og þá væntanlega Bandaríkjunum meðtöldum. Í næstu setningu er svo tekið fram að Líbanir þessir gruni stjórn Sýrlandinga um morðið á Pierre Gemayel, ráðherra sem er Maroniti og var skotinn nýlega.

Og því má spyrja: Hvernig kemur þetta heim og saman? Eru sýrlenska stjórnin ekki örugglega svakalega mikill óvinurr Vesturveldanna og þá ekki síst Breta og Bandaríkjamenna. Er stjórnin í Damaskus ekki óalandi og óferjandi að mati Vesturlanda af því hún tregðast við að hlýða Vesturveldunum( í flestum tilvikum samasem Bandaríkjamönnum)?Hvernig kemur þetta heim og saman. Ég fæ ekki almennilega séð það.

Og svo njóta Hizbollar (sem eru sjítar) stuðnings Sýrlendinga sem eru sunnítar að miklum meirihluta.......ætli fréttamenn reyni aldrei að lesa sér til hvað þá setja atburði og annað í samhengi svo það sé einhver glóra í því sem þeir matreiða ofan í okkur?

Sem betur fer vona ég að VIMA félagar og aðrir þeir sem hafa ferðast til þessara landa hugsi sig amk tvisvar um áður en þeir gleypa svona blaður og hreinustu vitleysu án þess að þessu sé dýft ofan í pottinn hvað þá meira.