Jemenstúlkurnar okkar




Þá er hér mynd af okkar glöðu og fallegu Jemenstúlkum plús JK sem var tekin við miðstöð YERO í Sanaa á dögunum. Flestallar stúlkurnar mættu þennan morgun eins og ég hef fyrr minnst á. Fáeinar voru forfallaðar og ég hitti því ekki allar en áhuginn var svo mikill að ein hafði til dæmis sent systur sína til að ná í mynd.

Þetta hús leigði Nouria Nagi, forstöðukona YERO fyrir nokkrum mánuðum og fékk sjálfboðaliða til að gera það í stand með sér og er árangurinn til fyrirmyndar.

Stúlkurnar eru í hinum ýmsu skólum í Sanaa en hver aldurshópur sem nýtur styrks kemur tvisvar í viku í miðstöðina til að fá aðstoð við heimanám og eru hinar fínustu kennslustofur þar. Einnig er stofa þar sem þær fá aðstoð í teiknun og meðferð lita því fæstar þekkja litina og ungur jemenskur listmálari hefur boðist til að koma dag hvern til að leiðbeina einum bekk.

Úti fyrir er snyrtilegt port þar sem iðulega er komið fyrir borðum og stólum því krakkarnir fá máltíð í hvert skipti sem þau koma. Nokkrar mæður stúlknanna - sumar atvinnulausar eða veikar - hafa boðið sig fram til að þrífa og þarna er líka skrifstofa svo og geymsla fyrir fata- og matargjafir sem ýmsar erlendar konur, búsettar í Sanaa, gefa og þær YERO konur koma til skila og þvo fötin og strauja og gefa stelpunum svo og yngri systkinum þeirra.

Úti í portinu er í bígerð að efna til góðgerðarkvöldverða einkum fyrir útlendinga í Sanaa sem vilja styrkja YERO og borga þá fyrir matinn.

Er að láta gera nokkrar myndir í viðbót sem ég kem með á "foreldrafundinn" kl, 3,30 á laugardaginn. Vona að sem flestir styrktarmenn sjái sér fært að koma.

Vil einnig minna á - ef misskilningur hefur orðið- að fundurinn kl 2 er með Íranshópnum í mars. Þætti vænt um að frétta frá þeim - bæði Íransförum og styrktarfólki sem telur að það geti EKKI komið.

Eins og ég hef lagt áherslu á er nauðsynlegt að Íranshópur hafi með sér 2 stk passamyndir(konur beri slæðu) og vegabréf til að þeir geti tjekkað á því hvort númerin sem ég hef sent út eru örugglega rétt.
Það skal líka áréttað að gestir eru velkomnir á styrktarforeldrafundinn.

Einn VIMA félagi hafði samband og ætlar að gefa tveimur barnabörnum sínum í jólagjöf stuðning við tvær stúlknanna í fullorðinsfræðslu sem byrjar eftir áramót.

Það finnst mér falleg hugsun. Hún sagði að þau mundu þá átta sig á að það er ekki alls staðar sjálfgefið að börn FÁI að njóta skólavistar.

Við Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri VIMA,
erum að uppfæra félagaskrána ma. vegna fréttabréfsins sem kemur í janúar.
Hef sent nokkrum fyrirspurn sem ég veit að hafa flutt/eða heimilisfang er ekki rétt í okkar plöggum. Verið svo góð að svara.

Sálartötrið skilaði sér

Bjartan daginn - þó enn sé myrkur.

Gott að vera komin heim í jólaskammdegið. Sálin skutlaði sér heim á laugardagsmorgun og var vel fagnað.

Minni vinsamlegast mína
Ómanfara 30.-jan -14.febr. á desembergreiðslu
Íransfara 3.-16.mars á desembergreiðslu
Sýrlandsfara 6-21.apríl
á desembergreiðslu

MUNIÐ AÐ REIKNINGURINN ER 1151 15 550 908 kt. 1402403979. Endilega leggja inn á rétt númar.Hef þegar fengið greiðslu frá nokkrum svo þetta verður örugglega ekki vandamál fremur en fyrri daginn. Takk fyrir það.

Jemen/Jórdaníu innheimta hefst um áramót en menn ættu að tilkynna sig sem fyrst.

Annað: Munið Íransfarar fundinn á laugardaginn kl. 2. Hef sent öllum imeil um hann.
Það er nauðsynlegt að allir mæti, hafi sín vegabréf og passamyndir upp á vasann svo við getum lokið allri skriffinnsku.

Kl. 3,30 þann sama dag bið ég svo styrktarfólk Jemenstúlknanna að koma og taka við sínum upplýsingum og myndum frá YERO. Bið sem flesta að mæta og þeir sem ekki sendu mér myndir að hafa þær í pússi sínu.

Þakka svo þeim sem hafa lagt inn á Fatimusjóðinn síðustu daga og hvet til frekari aðgerða. Fullorðinsfræðslunámskeiðið fyrir stúlkur 15-20 ára hefst í janúar og ég hef fullan hug á að við tökum þátt í því af krafti.

OG VEL AÐ MERKJA: það bætist enn í Íransferðina í september. Ég hef ekki dagsetningar en býst við að þær verði sirka 6.-19 eða 20.sept. Það er nauðsynlegt að menn borgi staðfestingargjöldin í þá ferð um áramót svo ég sjái hverjum er virkilega alvara því sem stendur erum við alltof mörg.

Staðfestingargjaldið er 20 þús. og leggist inn 1-10.janúar á 1151 15 550908 og kt. 1402403979. Þetta gjald verður endurgreitt til 1.maí ef breytingar verða á högum manna. Gjörið svo vel að láta þetta berast.

Svo vona ég að ritnefndin og skemmtinefndin láti bráðum í sér heyra og sendi síðunni skýrslu um athafnir sínar.

Allir Ómanfarar í góðum málum - bendi á sitthvað

Góða kvöldið
Sálarlaus enn og aðeins fáein orð. Hef tjekkað Ómanfara sem allir hafa staðið í skilum og er það lofsvert. Sömuleiðis eru Íranfarar í góðu standi og hafa gert skil. Það er hið ánægjulegasta. Sýrlandsfólk er aðeins á eftir en hef minnt á.

Bið þá þrjá styrkja Jemenstúlkur og höfðu ekki tök á að koma myndum til mín að senda mér í pósti. Það er leitt ef þrjár verða útundan.

Eins og tilkynnt hefur verið er fundur með Íransförum 3 des kl 2 í gamla Stýró.

Að honum loknum eða kl. 3,30 mæti svo styrktarmenn á stuttan fund þar sem ég afhendi myndir og upplýsingar.

Nokkrir hafa þegar tilkynnt sig sem styrktarfólk stúlknanna sem hefst eftir áramót, þe. fyrir stúlkur 15-20 ára og eru ólæsar. Fleiri mættu bætast við. Ef vinir eða kunningjar hafa áhuga á að leggja hönd á plóg eru þeir velkomnir á fundinn kl 3,30 þann 3.des.

Bið ykkur allra alúðlegast að láta þetta ganga.

komin heim - nú að snúa sér að praktískum málum

Klukkan er tvö aðfararnótt föstudags og ég er nýlent og spurning hvenær sálin skilar sér.

Síðasta kvöldið mitt í Jemen fór ég á opnun alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Sanaa með frændkonu minni og forstöðukonu YERO. Myndin var " Nýr dagur í gömlu Sanaa" og var ansi skrítin en hrífandi, því verður ekki á móti mælt. Hin ljúfasta og sorglegasta ástarsaga þar sögð.

Í Jemen hitti ég líka okkar nýja ræðismann Alawi Kirby sem vill allt fyrir hópana okkar gera en enn vantar slatta í þá ferð og ég hvet ykkur til að skrá ykkur snarlega.

Flaug svo til Jórdaníu og naut þar elskulegrar gistivináttu Stefaníu Khalifeh og við fórum vítt og breitt um og athyglisvert hvað almennur stuðningur er við Jórdaníu hvað sem ömurlegu atviki þar leið nú nýlega. Alls konar ráðstefnur hafa verið fluttar þangað til að sýna Jórdönum stuðning.
Borðaði indælis kvöldverl með Asaad frá Discovery sem hefur séð um hópana bæði frá Sýrlandi og Jemen en auk þess rabbaði ég við nýjan ferðaskrifstofumann sem gæti orðið til að ferðirnar héldu því verði sem ég hef hugsað mér. Athugum það í rólegheitum.Þvi miður hitti ég ekki gædinn okkar, hann Sami því hann var í Aqaba með hóp en rabbaði við hann í síma og hann hlakkar náttúrlega til að hitta næstu hópa.

Eins og ég minntist á fyrr verður fundur með Íranshóp fljótlega og sendi tilkynningu innan tíðar. Sýrlandshópur hefur ekki alveg staðið í skilum en vonandi leysist það.
Þið verðið líka að athuga að ég VERÐ senn að borga ansi drjúgan slatta inn á Íransferð auk þess sem þegar hefur verið sent.
Mun senda Jemen/Jórdaníuhóp fljótlega tilkynningu um hvernig greiðslu skal hagað en ítreka að þanað vantar fleiri þáttakendur eigi að verða af ferðinni í maí.

Bið Óman, Íran og ´Sýrlandshópa að standa í skilum.

Jemenstulkur himinlifandi - heimsokn i stulknabetrunarhus og betlaramidstod

Godan daginn oll
Eg veit eiginlega ekki hvar eg a ad byrja.
Gaerdagurinn var svo setinn ad thegar eg kom heim a Hill Town eftir tolf tima russ tha akvad eg ad bida med skyrslugerd.

En sem sagt fru Nouria Nagi frumkvodull YERO kom og sotti mig i bytid i gaermorgun og vid keyrdum ut i midstodina sem hefur nylega verid komid upp med atorku og sjalfbodavinnu. Thar hofdu stulkurnar "okkar" safnast saman og bidu spenntar eftir ad segja mer hvad thaer vaeru gladar ad hafa fengid taekifaeri til ad komast i skola. Svo afhenti eg theim myndirnar af styrktarfolkinu a Islandi og mer fannst undurnotalegt ad sja akefdina thegar thaer skodudu myndirnar og spurdu ospart um hvern og einn og hver vaeri thessi og hinn tvi ymsir sendu einnig myndir af fjolskyldu sinni. Thetta var ansi ahrifamikil stund og thegar eg spurdi thaer hvort thaer aetludu ad halda afram i haskola ef thaer fengju til thess adstodu og hjalp hropudu thaer hver i kapp vid adra.
Margar aetludu ad laera laeknisfraedi, nokkrar vildu fara i kennaranam en ein litil og snaggaraleg Abir(styrktarmadur Gudlaug Petursdottir) sem er bara 7 eda atta ara retti upp hondina og sagdi feimnislega en af fullri einurd.
Eg vil verda forstyra.

Eftir ad vid h0fdum rabbad saman goda stund foru thaer svo med straeto i skolana sina aftur og heldu um myndirnar sinar eins og thaer vaeru med fjarsjod.

Vid Nouria toludum sidan lengi saman. Hun sagdi mer sogu ymissa theirra en allar stulkurnar eru af blafaetaeku folki sem enga moguleika hafa a ad senda daetur i skola nema til komi adstod YERO.
Thad var Fatten Bo Belah (styrktarmadur Gudrun Halla Gudmundsdottir) sem vard til thess ad Nouria fekk hugmyndina ad midstodinni. Nouria hitti hana i Betlarmidstodinni- en thangad eru krakkar fluttir sem stadnir eru ad betli a gotum- Nouria gaf sig a tal vid stulkuna sem var tharna i fimmta skiptid - og spurdi hana hvort hun hefdi ahuga a ad fara i skola og Fatten sem tha var bara 9 ara sagdi ad thad vaeri draumur sinn. En thad vaeri bara draumur tvi fadir hennar vaeri eignalaus, eftir ad hafa asamt milljon Jemenum verid rekinn eignalaus fra Sadi Arabiu thegar Jemenar lystu yfir studningi vid Saddam Hussein eftir innrasina i Kuveit 1990. Fatten sagdi Nouriu ad fadirinn vaeri auk thess hjartasjuklingur og modirin sykursjuk og oll systkinin fengjust vid betl svo thau gaetu amk att fyrir saltkornum i grautinn. Nouria sagdist hafa tjekkad ad astaedur stulkunnar vaeru eins og hun lysti og eftir thad akvedid ad hjalpa henni til ad byrja og sidan hefdi thetta undid upp a sig og nu er yngri systir Fatten Hind(studningsmadur Gudrun Olafsdottir) einnig komin i skola.
Enn ein athyglisverd saga er saga Fatmu (studningsmadur Herdis Kristjansdottir). Modirin glimir vid gedsjukdom og misthrymdi bornum sinum likamlega. Oll fjolskyldan betladi thegar hun gat tvi modirin af ovinnufaer og fadirinn omenntadur. Nouria hitti Fatmu einnig i Betlaramidstodinni og fannst hun baedi sljo og sinnulaus en sagdist tho hafa sed eitthvad i fari hennar og thad hefdi komid i ljos ad um leid of Fatma fekk ad spreyta sig gjorbreyttist hun. Er kvikk og klar og auk thess serstaklega listfeng og hefur fengid serstaka tjalfun i teikningu og medferd lita.

Systurnar fjorar sem styrktar eru af
Dominique, Litlu fjolskyldunni, Ingu Hersteins og Jonu og Joni Helga eru fyrirmyndarnemendur og maeta alltaf fyrstar i skolann. Modir theirra vinnur vid raestingar og fjolskyldan byr i 2ja herb ergja ibud i verksmidju uti i Hadda, uthverfi Sanaa. Thau fa ad bua tharna gegn tvi ad fadirinn liti eftir med verksmidjunni a kvoldin en hann faer engin laun. Modirin er olaes en hun er mjog metnadargjorn fyrir hond barna sinna, fylgist med ad thaer laeri heima og thaer seu hreinar og snyrtilegar.

Tvaer systur Nagiba(studningsmadur Olof Magnusdottir) og Asia ( studningsmadur Eva Juliusdottir) eru badar fatladar, vaxa ekki edlilega en eru dugnadarnemendur. Thad hefur verid gengid ur skugga um ad trulega vaeri uppskurdur til ad laga thetta haettulegur og likur a lomun.

Thad er athyglisverd saga ad baki hverrar thessara stulkna og otrulegt aevintyri ad vid skulum eiga thatt i ad veita theim betra og gjofulla lif.

Eg aetla ad segja meira fra thessu sidar og kannski a fundi en mer finnst starf YERO her med Nouriu Nagi i fararbroddi vera lofsvert i hvivetna og sannfaerdist um thad ad henni tekst ad teygja peningana nanast i thad oendanlega.
Nu hyggur hun sem sagt a namskeid fyrir stulkur a aldrinum 15-20 ara eftir aramotin -= stulkur sem eru olaesar og skrifandi Er meiningin er kenna theim lestur og hugsanlega saumaskap eda eitthvad sem gaeti nyst theim til ad framfleyta ser. Eg vildi oska ad folk gaefi sig fram til ad styrkja thessar stulkur. Endilega hafid samband um thad.
Saskia van Nellen hollensk sjalfbodakona og taeknistjori aetlar ad senda mer myndir sem hun tok i gaer og eg vonast til ad koma theim inn a siduna fljotlega og er svo med fleiri myndir.
Er einnig med myndir af ollum stulkunum og bref til hvers og eins styrktarmanns sem eg laet ykkur hafa thegar eg kem heim.

Eftir godan hadegisverd heldum id Nouria svo i ungkvennafangelsid her i Sanaa - sem mer kom fyrir sjonir sem ollu meira betrunarheimili en fangelsi. Svo for hun med mig i Betlaramidstodina og thad var ljott ad sja.
En meira um thad seinna.

Jemen-Jemen-Jemen

Ja, godan daginn oll

Er nykomin til Sana i Jemen og lidur afskaplega vel. Thad er sama hvad onnur lond eru god og forvitnileg, Jemen er alltaf spes i minum huga. Their eiga mikid eftir sem hafa ekki farid hingad. Og nota tha taekifaerid og hvet ykkur til ad bregda vid og skra ykkur i maiferdina hingad.

Og hver tok a moti mer a vellinum adan nema fjallarefurinn Sjon sem var einn bilstjoranna i ferdinni i mai sl og tengdist Elisabetu Jokulsdottur aldeilis serstaklega. Hann var ad visu gladur ad sja mig en af hverju min yndislega systir Elisabet - segidi svo ad Jemenar kunni ekki komlimentin taer- vaeri ekki med???

Svo syndi hann mer umslag sem EKJ sendi honum med myndum af theim dansandi nidur fjallashlidar Jemens. Eg skil umslagid aldrei vid mig, sagdi Sjon og ljomadi. Hun er svo einstok, kemur hun ekki orugglega aftur i mai thegar thu verdur med hop?

Eg hef hreidrad um mig a tvi agaeta hoteli Hill Town nanar tiltekid i herbergi 301 og thar er allt til alls, sapa, handklaedi og isskapurinn virkadi. Svo thetta er verulega heimilislegt.

Gatttimi dagsins(kl er nu 17,40 ad jemenskum tima) er ad ganga yfir og her er 25 stiga hiti. Taert og undursamlegt loft eins og alltaf i Sanaa.

I fyrramalid hitti eg svo stulkurnar okkar og hlakka mikid til ad faera theim myndir af styktarfolki sinu og fa myndir af theim. Fru Nouria fra YERO kemur a Hill Town rett fyrir niu i fyrramalid og hun vonadi ad allar stulkurnar maettu.

Eg gisti hja Stefaniu Khalifeh i Amman sl nott og hun bidur kaerlega ad heilsa theim sem hun hefur hitt.

Nu dagana i Damaskus notadi eg ut i horgul. Sat a longum og godum fundum med minum vaena samstarfsmanni Abdelkarim sem a reyndar afmaeli i dag og vid raeddum ferdina i april og Studmannafyrirtaekid.

Raedismadur Islands i Damaskus Abdu Sarrouf baud mer i hadegismat og virdist afar ahugasamur um Island. Hann hefur nu ekki ykja mikid umleikis i raedismannsstarfinu og eg er td fyrsti Islendingurinn sem hann hittir sidan hann fekk tignina. Hann itrekadi bod til aprilhopsins thegar okkur hentadi best og audvitad thiggjum vid thad med anaegju.

Ekki ma gleyma ad eg hitti Maher, vid fengum okkur gongutur, skodudum i grini hid nyja ofurhotel Four Seasons og hann var othreytandi ad rifja upp Islandsferdina og allt sem hann hefdi upplifad. Atti ekki nogu sterk ord til ad lysa thakklaeti sinu til allra sem gerdu allt mogulegt fyrir hann og theim kvedjum er her med komid a framfaeri.

Tha aetla eg ad benda a a eg hyggst halda fund med vaentanlegum Iranshop svona viku eftir ad eg kem heim, rett um manadamotin nov-des. Tha thurfa ALLAR konur ad vera tilbunar med slaedumynd af ser og koma med 2 stk a fundinn og tha gongum vid fra umsoknum vegna aritunar og forum yfir adkallandi klaedaburdarmal og fleira thess hattar. Faum okkur kaffi og te, omanskar dodlur og syrlenskar kokur. Eg verd med einhverjar myndir og thesshattar.

Thakka Syrlandshop fyrir ad hafa brugdid vid og vona svo ad desembergreidslur i ferdirnar skili ser eins og aetlanir segja til um.

Nu skunda eg ut i mannlifid.

Godir dagar i Salalah - nu komin i Damaskusskona

Eitthvad tharf eg ad glugga betur i fraedin tvi alveg var thad stolid ur mer ad sa hrjadi Job hefdi verid einfaettur risi upp a 3 og halfan metra. Kannski ekki skritid tho hann maeddist, hroid. Thetta uppgotvadi eg sum se i Salalah thegar eg for ad grafhysi hans og sa hvilikur hann hefur verid a lengdina. Tharna i grafhysinu setur madur uppp hofudfat og andar ad ser mirruilmi. Fyrir utan i smaholu sem vandlega er gaett er svo fotamot af hans haegra faeti og thad fer ekki framhja neinum ad hann hefur thurft stora sko a fotinn.
Eg for vitt og breitt um nagrenni Salalah, ut til Muqasil thar sem trollaklettur gengur nanast i sjo fram og undir er mikill sugur og stundum svo kroftugur ad geysisgos thrysta ser upp um holurnarnar a klettunum vid sjoinn. Eg skodadi fallega dali og for ad fylgjast med skelfiskveidimonnum og kannadi hvort mirrutren vaeru ekki a sinum stad.
Rannsakadi rustir af storum bae sem er verid ad grafa upp og frilystadi mig.

Tvi midur hitti eg ekki Fatimu mirrudrottningu tvi hun var vids fjarri og stollur hennar skildu ekkert i tvi ad hun hefdi ekki sest i nokkra daga.

Thess a milli lifdi eg svo munadarlifi a Crowne Plaza og bordadi annad kvoldid mitt a veitingahusi i fjorubordinu med omonskum kunningjum fra tvi 1700 og surkal.

Thegar eg kom aftur til Muskat beid fundur med ferdaskrifstofufolki og eg gerdi hinar ymsustu athugasemdir og betrumbaetti aetlun og stussadi. Thetta er vinalegasta folk sem er mikid i mun ad hopurinn verdi hamingjusamur og kunni ad meta Oman.

Kom i morgun til Amman og gerdi stuttan stans heldur skveradi mer yfir til Damaskus. By a litla hotelinu minu Zultan sem er rett hja posthusinu og Semiramis fyrir tha sem til thekkja her. Dreif mig snarlega ut i gongutur og fila Damaskus i strimla eins og fyrri daginn.

Nu er eg ad ihuga ad finna budina sem er her i Sjaalan thar sem eg get keypt Alepposapu fyrir Herdisi Hupfeldt og fara a samlokustadinn minn. Snidugt- thegar eg kem hingad ein byrja eg alltaf a ad gera nakvaemlega somu hlutina. Her er milt og thaegilegt vedur, liklega um 20 stig i dag en adeins svalara nuna. Mikill hitamunur a Jordaniu og Syrlandi midad vid Oman svo eg er her natturlega kappklaedd eins og innfaeddir sem hafa dregid fram vetrarpeysurnar sinar.

Svo taka vid fundahold og skipulagningarmal a morgun vegna hugsanlegrar ferdar Studmanna hingad i juni.
Minni folk a ad lata heyra i ser og eg hef ekki tok a ad skoda bankareikninginn minn i bili en aetla rett ad vona ad allar greidslur hafi skilad ser med skilum.

Sigling i omonskum fjordum -

Godan daginn og eg byrja a tvi ad senda Valgerdi systur minni kaerlegar afmaeliskvedjur a hennar merkisdegi i dag.

Er nykomin til Salalah vid Indlandshafid. Adur var eg a skaganum skritna Musandam. Thad var mikid aevintyri. Thar var siglt a omonskum dhow - sem er spes omanskur batur inn um firdi sem margir segja mer ad minni a norsku firdina. Stoppad vid nokkrar vikur og menn svomludu i sjonum og skodudu nedansjavarlifid eda bara letu fara vel um sig i hlyjunni. Vid sumar thessar vikur eru ogguponsulitil thorp og ibuar thar komast ekki leidar sinnar nema a batum, born eru ferjud i skolann a laugardogum og dvelja i adalbaenum Khasab fram a fimmtudag ad pabbinn kemur siglandi a sinum bat og naer i krakkana yfir helgina. Og svo koll af kolli.

Thegar leid ad hadegi foru skipperinn og gaedinn ad undirbua hadegisverdinn sem var ljuffengur i betra lagi og sidan sigldum vid um thessa furdulegu firdi fram eftir degi med stoppum og hofrungaskodunum og sundsprettum til skiptis. Var satt ad segja undur ljufur dagur.
Sjorinn er mjog saltur tharna i Floanum og allir flutu fyrirhafnarlaust.

Eg gisti a Gulltulipananum, thad er mjog gott hotel og at yfir mig um kvoldid af hladbordi.

Fyrir hadegid daginn eftir var svo "fjallasafari" og var thad tilkomumikid ad keyra upp og nidur fjollinn og sja margbreytileika hvarvetna, steingervingar nokkurra milljon ara gamlir og hellaristur.
Var mjog kat med ferdina til Khasab en thangad hafdi eg ekki komid adur.

En nu er eg sem sagt komin til Salalah. Flugstjorinn tilkynnti hitastigid thegar vid lentum: i svalara lagi 26 stig. Bot i mali i svona kulda ad solin skin.
Er a Growne Plaza hoteli sem er med amk fimm stjornur i lobbii og herbergjum. Mun svo kanna matarstadina i kvold. Seinna i dag aetla eg a baejarrunt og hver veit nema eg hitti Fatimu mirrudrottningu.

Thar fyrir utan> eg hef ekki haft tok a tvi ad athuga med greidslur folks en vona sannarlega ad thar hafi allt skilad ser eins og allir eiga ad hafa a hreinu. Bid menn lengstra orda ad sja til thess ad greidslur skoppi inn a reikninginn a tilsettum tima. Thad er ansi hvimleitt ad thurfa ad itreka slikt thar sem allt a ad liggja fyrir klart og kvitt. Ef einhver vafi er ma alltaf imeila mer. Munid ad leggja inn a rett reikningsnumer. FERDIRNAR hafa reikningsnumerid 550908. Smamistok hafa verid thar i gangi og endilega kippid tvi i lag.

Af naeturdvol a Wahibasondum

Thad var magnad ad gista i eydimerkurbudunum 10001nott a Wahibasondum i Oman sl nott. Umhverfid er undursamlegt, sandoldur allt ad 150 metra haar og svort gestatjoldin hverfa naestum inn i trjagodurinn i thessari litlu vin. I budunum er allt eins og thad a ad vera i eydimorkinni, ekkert rafmagnsljos heldur romantiskar oliuluktir og madur threifadi sig afram i myrkrinu og fyrir jafn nattblinda manneskju eins og mig fannst mer meirihattar afrek ad finna tjaldid mitt.
Fyrr hofdum vid Salem bilstjori minn brunad upp og nidur oldurnar i hans jeppabil og sidan klifradi eg upp a oldur og rann jafnott nidur aftur med tilthrifum.
Litbrigdin i sandinum vid solarlag voru otrulega margbreytileg og slo naestum tvi Palmyru ut - en ekki alveg.

Thad voru thrir litlir hopar(2-4 ra manna) i gistingu i budunum i gaerkvoldi. Allir voru doltid og jafn hissa thegar their uppgotvudu hvad thetta var alvoru frumstaett en skemmtu ser konunglega og svo bordudu allir gomsaetan mat vid oliulampa og stjornuskin.
Ad visu eru rum i tjoldunum og meira ad segja spegill og thar var lika godur gripur sem heitir vasaljos en eg kom ekki auga a fyrr en eg kom inn i tjaldid eftir kvoldmatinn og hafdi tha villst goda stund i myrkringu thatt fyrir skaerar himinstjornurnar. Medan vid satum ad snaedingi kom heitur kvoldvindur og hvarf svo a braut eftir klukkutima.

I dag hef eg svo verid ad skoda leidina fra Wahibasondum og til Muskat sem hopurinn fer og medal annars farid i ljufan vinjadal med saegraenu vatni og skoppandi laekjum sem var trodfullur af omonskum fjolskyldum i utilegu tvi allsherjarfri var gefid eftir ad Id hatidinni lauk og tvi eru allir i frii fram yfir tjodhatidardaginn sem er a afmaeli Qabus soldans thann 18.nov. n.k.

Kom vid i Sur - aettarslodir Sindbads saefara - og bordadi konunglega bragdgodan fisk a hotelinu i Ras al hadd. Thar sem eg hafdi ekki sed thetta hotel fyrr kikti eg a herbergin og thau eru baedi hrein og rumgod og med thessum venjulegu thaegindum, minibar, sjonvarpi og thess hattar.

I fyrramalid flyg eg til Khasab i Musandam sem landfraedilega aetti ad teljast til Furstadaemanna en tilheyra Oman. Thar aetla eg i siglingu og fleiri rannsoknarferdir.

Her i Muskat - thad er ad segja thegar eg rek inn nefid her- er eg a Al Falaj hotelinu sem er til fyrirmyndar eins og alltaf.
Bid fyrir kvedjur til ykkar ur hlyjunni herna og latid endilega i ykkur heyra.

Gleðilegt myndastreymi á Drafnarstíg - er svo á leið til miðaustursins

Góðan daginn, góðir hálsar.
Klukkan er að verða hálf fimm á sunnudagsmorgni og ég er að bíða eftir félaga úr niðjatalinu sem skutlar mér út á Keflavíkurflugvöll.

Sem betur fer var gestkvæmt hjá mér síðustu tvo dagana af myndafólki og það er þakkað virktavel. Þrjár stúlkur fá þó ekki myndir en verður vonandi hægt að bæta úr því síðar. Ég hitti stelpurnar allar 19.eða 20. nóvember og mér skilst að þær YERO konur hafi tekið myndir af þeim handa hverju og einu styrktar"foreldri."

Fer í dag til Jórdaníu og gisti þar og annað kvöld áfram til Ómans. Það er tilhlökkunarefni allt saman og verður forvitnilegt að hitta ferðaskrifstofufólkið okkar í því landi en ég hef aðeins verið í sambandi við það í gegnum imeil. Einnig að fara yfir planið okkar þar og tjekka á að allt gangi vel fyrir sig í febrúarferðinni.

Ég verð í Óman til 15. nóv. En þá þeysi ég yfir til Damaskus að hitta Abdelkarim ferðaskrifstofuforstjóra og náunga úr hinum ýmsu ráðuneytum menningarmála og ferðamála til að ganga frá Stuðmannadæminu. Flýg niður til Jemens þann 18.nóv og er með hrúgu af kveðjum í pússi mínu frá félögum á alla þessa staði.

Allir Ómanfarar hafa samviskusamlega greitt nóvembergreiðslu. Íranfólk í mars, en sá hópur er nú fullskipaður líka þarf aðeins að hnippa í sig og ljúka greiðslu. Og ég er dálítið hnuggin yfir því að Sýrlands/Jórdaníuhópurinn - sem þarf að fjölga í-hefur ekki klárað. Nokkrir hafa leitað eftir upplýsingum um ferðina sl. daga og ættu ekki að bíða lengi með að tilkynna sig.

Vantar meira að segja vegabréfsupplýsingar enn frá nokkrum og því verður að kippa í liðinn. Athugið það endilega því nú þarf ég að reiða fram greiðslu í þá ferð 15.nóvember, og síðan aftur um mánaðamótin nóv/des.

Stefanía Khalifeh, ræðismaður í Amman og vinkona mín hefur svo boðið mér að búa hjá sér síðustu 2 dagana og þá hitti ég væntanlega Discoverymenn og Sami leiðsögumann.

Mun skrifa reglulega inn á síðuna og vona að menn verði ötulir í að kíkja í heimsóknir. Kem heim 24.nóv insjalla.
Bless í bili.

ÍRAN námskeið á prjónunum - enn vantar myndir

Í gærkvöldi var síðasti tíminn hjá mér í Menningarheimi araba hjá Mími símenntun og á miðvikudagskvöldið luku nemendur í arabísku 1 sínu að sinni. Það er hugsanlegt að áhugasamir arabískunemendur sem vilja halda áfram geti komist á námskeið í janúarbyrjun og Mímir tilkynnir það ugglaust þegar þar að kemur. Menningarheimsnámskeið verður ekki fyrr en næsta haust insjalla.

Mímir símenntun og ég höfum svo samið um að ég haldi tveggja kvölda námskeið annað hvort síðla febrúar eða mars um Íran enda virðast margir sérdeilis forvitnir um það. Ekki er ætlunin að þeysa yfir söguna mörg þúsund ár aftur í tímann en halda sér við síðustu hundrað árin eða svo með smástökkum til fortíðarinnar. Ráðlegg fólki að láta Mími vita í tíma ef það hefur áhuga á þessu námskeiði því þátttakendafjöldi verður væntanlega takmarkaður.

Þakka þeim kærlega sem hafa komið til mín myndum til jemensku stúlknanna okkar. Leitt til þess að vita að ekki munu allar stúlkurnar fá myndir eins og beðið var um því enn vantar amk tíu myndir. Gæti þó ræst úr því að hluta en greinilegt að einhverjar verða út undan.

Loks hvet ég svo fólk til að vera duglegt við að greiða nóvembergreiðslu og almennt standa í skilum með þessar afborganir. Einnig að skrá sig í apríl og maí ferðinar. Þar má enn bæta við og menn skyldu ekki fara á mis við þá upplifun sem Sýrlandsferð er um páska og Jemen í maí.

Skrifa væntanlega smápistil inn á síðuna áður en ég bregð mér af bæ til Ómans, Jemen, Sýrlands og Jórdaníu á sunnudagsmorgun.

Elskurnar mínar- sendið mér myndir - Eid al fitr hátíðin að ganga í garð

Það var um miðja síðustus viku sem ég sendi ykkur hógværa beiðni stúlkanna okkar í Jemen að láta þær fá myndir af styrktarfólki sínu íslensku sem ég mundi svo færa þeim þegar ég kem við í Jemen á næstunni.
Enn hef ég ekki fengið nema fáeinar myndir - takk kærlega fyrir þær - en ég verð að fá þessar myndir fyrir föstudag svo ég bið ykkur að drífa í málinu. Það er leitt ef sumar fá myndir og aðrar ekki því ekki er þetta nú stór og mikil ósk. Vinsamlegast póstið myndir í dag, miðvikudag.
Þá langar mig að taka fram að nú er ramadan að ljúka og Eid al fitr, önnur helsta trúarhátíð múslima að ganga í garð. Þá eru börnum gefnar smágjafir og YERO konur höfðu samband við mig í morgun og sögðu mér að vegna aðstoðar okkar mundu samtökin geta gefið öllum stúlkunum okkar 37 gjafir. Það er merkilegt þegar haft er í huga að upphæðin er ekki stór og þegar hefur verið upptalið hvað stúlkurnar fá fyrir þessa peninga.

Einnig vil ég þakka ötulum Ómanförum fyrir dugnað við að borga nóvembergreiðslu, Íranfarar standa sig með sóma og ýmsir Sýrlands/Jórdaníufarar líka. Þó heyrist ekkert frá stöku væntanlegum ferðalöngum og það þykir mér súrt í brotið. Allir eiga að vita að þessir peningar fara jafnótt út til að greiða inn á ferðirnar og ekki má mikið út af bera svo ég lendi ekki í klúðri. Hvet ykkur því eindregið til að gera skil hið allra fyrsta en ítreka jafnframt ánægju mína með skilvísi margra.

Sofið svo sætt og blítt en drífið í hvorutveggja málum.