Egyptalandsfarar hittust í Kornhlöðunni

Egyptalandsfarar hittust í Kornhlöðunni síðdegis í dag og áttu notalega stund. Menn skoðuðu myndir og skiptust á minningum, fengu sér súpuskál og var þetta hin ángjulegasta samverustund. Þó hefði mátt vera betur mætt en um tíu manns komu ekki. Líklega hafa þeir ekki fylgst með pósti og skal ítrekað að menn kíki á póstinn sinn öðru hverju svo þeir séu með á öllum nótum. Mönnum ætti að vera orðið það ljóst fyrir löngu að VIMA auglýsir ekki á annan hátt en þennan - að senda imeil og ættu menn þá að hnippa í kunningja og láta þannig berast manna á milli.

Sýrlands/Jórdaníufarar ætla að hittast nk. mánudag, einnig í Kornhlöðunni og hefur verið óskað eftir að menn tilkynni sig og hafa undirtektir verið mjög góðar.

Nokkur bið verður svo á að fundur Jemen/Jórdaníufara verði.

En til að gleðja fundaglaða félaga skal ítrekað að sammenkomst um ferðir ársins 2006 verður síðari hluta júní og tilkynnt nánar um hann áður en mjög langt um líður. Auðvitað verða menn dálítið út og suður þegar þar er komið sögu. En þess heldur er beinlínis aðkallandi að þeir sem hafa skráð sig í ferðir eða eru í hugleiðingum í áttina mæti eða láti vita af sér. Hafið það endilega hugfast.
Vegna þess ég býst ekki við að hafa tök á því - sagt með eilitlum fyrirvara þó- að fara í ferð til Sýrlands og Jórdaníu eða Líbanon í haust þurfa þeir sem hafa tjáð sig áhugasama um hana að íhuga hvort þeir vilja skrá sig í vorferðina þangað. Þá ber hana að líkindum upp á okkar páskum svo menn þurfa ekki að taka sérlega mikið frí úr vinnu. LÁTIÐ ÞVÍ HEYRA FRÁ YKKUR og það sem allra allra fyrst.
Augljóst er að Óman og Íranferð taka töluverðan tíma í skipulagningu og þeirri vinnu þarf að ljúka fyrr en seinna og þess vegna hvet ég ykkur til að hafa samband.

Sálin er enn á leiðinni

Góða kvöldið aftur
Nú hef ég sofið í rétta og slétta sextán tíma en sálin er enn ókomin en verður vonandi skroppin inn þegar ég vakna í fyrramálið.
Taskan eina sem varð eftir í London er komin í hendur eiganda síns.

Held ég hafi náð að kveðja flesta á Keflavík sl. nótt en við munum síðan hittast eftir nokkrar vikur þegar allir hafa sortérað sig og sínar myndir.

Þetta var afskaplega góður hópur, mikil samstaða og þó svo að Petra og Wadi Rum, Dauða hafið og fleira í Jórdaníu verði ugglaust eftirminnilegt grunar mig að Jemen verði þó það sem upp úr stendur. Andríki var verulegt í ferðinni og Einar var þar atkvæðamestur. Þann kveðskap set ég inn á síðuna fljótlega svo og kemur þar vísa sem Guðmundur Pé. flutti í Sanaa sem og ljóð Elísabetar til bílstjóranna og við fleiri tækifæri.

Meðal annarra orða: Allmörg imeil bíða afgreiðslu, er verið að spyrja um Sýrlandsferð í haust og pantanir fyrir næstu ferðir. Þessu svara ég á næstu dögum. Enn hefur ekki verið ákveðið með haustferð. Einnig mun ég á næstunni gera ítarlegri drög að Ómanferð í febrúar og Íranferð um haustið. Bíð eftir tilboðum í flugferðir og rek á eftir því fljótlega.

Einnig stendur sú áætlun að halda fund í júní um næstu ferðir og þeir sem ekki hafa látið mig vita nú þegar ættu að hafa samband. Læt ykkur vita nánar um það áður en langt um líður.

Hlakka til að hitta Egyptalandsfara á mánudagskvöldið kemur.

Jemen/Jórdaníufarar eru mættir á fósturlandið

Við komum heim,seint í kvöld og aðeins ein taska er á villigötum en stefnir vonandi hraðbyri til Íslands á morgun frá London.
Ég gleymdi að geta um að afmæli Gullu Pé var haldið með bravör, gjöfum og tertu í Jemen þann 18.maí með fagnaðarópum og viðeigandi gjöfum og kættist viðkomandi afmælisstúlka og lét sig ekki muna um að blása á 50 plús snarlega.
Dagurinn okkar í Wadi Rum í Jórdaníu var elskulegur í alla staði og bedúínatjaldið og músik kölluðu marga í dansinn, þar báru af Erla Magn. Elísabet og ekki síst Gulla sem lokkaði Guðmund Pétursson út á gólf við mikla hrifningu. Ljósaskreyting í kletti varð enn til að auka á stemningu.
Við áttum svo hálfan dag i Jerasj og og seinni hluta þess dags kom í ljós, að marga skorti margt öldungis bráðnauðsynlegt og var bætt úr því af myndarskap.
síðasta kvöld Jórdaniu var svo farið á skemmtilegan veitingastað þar sem áður var vagnlestastöð frá tímum Ottómana. Þar voru nokkrar verslanir og meira að segja viðkomandi JK sá að kjól vantaði sárlega og var bætt ur því
Gurri og Stefanía komu til kvöldverðar með okkur á Amman West og var ánægjustund.
Öllum hugnaðist vel að hitta þær.
Muna :Fundur og myndakvöld vegna Egyptalands verður nk mánudagskvöld eins og viðkomandi nefnd hefur tilkynnt.
Nú er ég duggulíti lúin en verð insjaalla búin að jafna mig á morgun og skrifa þá smá hugvekju
Takk fyrir magnaða ferð.



Fagnadarfundir thegar vid hittum Fatimu i Thula

Godan daginn
Er buin ad tyna tveimur pistlum sem eg skrifadi i morgun svo thessi verdur styttri en efni standa til.
Vid erum komin til Aqaba i Jordaniu og seinna i dag verdur stefnan tekin inn i Wadi Rum. Nu eru menn uti ad sigla eda spoka sig her i baenum. Vid vorum i Petra i gaer og folk var yfir sig katt og hrifid af allri theirri fegurd.
Daginn adur en vid kvoddum Jemen var skodunarferd til Wadi Dhar thar sem klettaholl sidasta imamsins gnaefir a ofurhau bergi, svo heldum vid til Thula og urdu heldur betur fagnadarfundir thegar vid hittum stulkuna Fatimu sem allir konnudust vid ur Arabiukonum og til stendur ad vid reynum ad styrkja til nams. Fatima baud ollum hopnum umsvifalaust til ttedrykkju a heimili foreldra sinna og var thetta skemmtileg stund. Thann dag endudum vid svo a ad keyra upp i fjallabaeinn Kawkaban og dadumst thar ad utsyni yfir nanast allt Jemen.
Brottfor hingad var um midjan dag og Yasin starfsmadur UNIVERSAL a flugvelli hafdi allt tilbuid svo menn thurftu litid ad gera annad en koma ser upp i flugvelina. Thar kvoddum vid Mohammed gaed sem fekk godan bonus og atti hann skilid tvi hann var ljufur og hjalpfus fra morgni til kvolds.
A flugvellinum i Amman thurftum vid svo ad kvedja Helenu og Baldvin sem gatu ekki tekid Jordaniuhlutann. Sami leidsogumadur sem 'eg hef unnid med i tveimur ferdum hingad beid okkar og svo var brunad eftir Kongsvegi nidur til Petra.
Allir bidja ad heilsa heim og thakka fyrir kvedjur sem their hafa fengid.

Loksins meira af okkur herna i Jemen

Hae oll og forlatid hvad vid latum seint fra okkur heyra. En thad er allt i prydindum.
Tek til thar sem fra var horfid en stikla a storu:
Ad kvoldi 11.mai var haldid upp af afmaeli Jonu med bravor, hotelid let skjota upp flugeldum og faerdi henni gjof og ferdaskrifstofan hafdi bakad tertu svo thad vard ur thessu hid mesta hullumhae.
Daginn eftir var farid aleidis til Hodeidah en vid brugdum okkur i batsferd um Rauda hafid a svipudum skemmtifleytum og i sidustu ferd og steyptu menn ser i hafid og var mikid buslad. Almenn anaegja med thessa hressilegu sundferd. Gistum i Hodeidah nottina og voru tha Helena og Baldvin ad koma thangad i fyrsta skipti sidan thau bjuggu her fyrir naestum 30 arum. Theim finnst mikid til um uppbygginguna i borginni enda hefur ibuafjoldi tifaldast sidan thau voru her/ husid theirra hefur verid rifid og onnur staerri reist i stadinn.
Morguninn eftir la leidin upp til Sanaa. Mikil og grodursael leid og fegurd upp a fjallatinda. Vid komum vid i Hajjara og sidan var hadegisverdur i nagrannabaenum Manakka sem stendur haest uppi i fjollum. Vid satum a golfinu og bordudum gomsaetan mat og sidan donsudu karlar fyrir okkur og fengu folk med i dansinn. Thetta lukkadist allt undur vel
Vid vorum svo komin i godan tima til Sanaa til ad menn gaetu skolad af ser ferdarykid og slappad af.
Vid um nuna komin aftur til Sanaa eftir adra thriggja daga ferd, nu sudur a boginn. Flogid var til Mukalla og keyrt yfir merkur og sanda uns vid komum ad jemenskum Stadarskala i audninni sem ber raunar heitid Palmalundur tho engir seu thar palmarnir. Tharna er einkum aningastadur vorubilstjora milli Mukalla og Sejjun og vid gaeddum okkur a theim bragdbesta kjuklingi sem menn hofdu smakkad i ferdinni.
Haldid afram nidur i dalina og var komid undir kvold og morg stopp a fogrum stodum thegar til Sejjun kom og vid hreidrudum um okkur a undurfallegu hoteli sem er i gomlu hefdarhusi og hefur verid gert upp einstaklega myndarlega. Menn bidu ekki bodanna og skelltu ser i sundlaug hotelsins undir stjornubjortum himni.
Naesta dag vorum vid um kyrrt i Wadi Hadramot og skodudum hallir og sofn. Ansi vel heitt thotti morgum svo vid forum ad ollu rolega og siesta yfir midjan daginn. Horfdum svo a solarlagid vid Manhattan eydimerkurinnar, en thar heitir Sjibam og eru 500 skyjakljufar morg hundrud ara gamlir, nu undir vernd UNESCO og eg se heilmikinn mun a theim fra tvi sidasta vor.
Tha var komid ad tvi ad kvedja Sejjun og keyra yfir eydimorkina i hermannafylgd, alla leid til Marib thar sem adur var Sabaveldid og drottningin Bilquis rikti. Thad er storkostlegt ad keyra yfir eydimorkina og sja litbrigdin og vida litla sandhveri gjosast upp.
Sl nott vorum vid svo a hoteli drottningarinnar og um kvoldid efndi Elisabet til tilfinningatorgs i hotelinu og var thatttaka god og margir baru tilfinningar sinar a jemenskt torg vid almenna anaegju.
Nu erum vid sem sagt nykomin aftur til Sanaa og menn eru ut og sudur. Er buin ad reyna nokkrum sinnum ad komast a netid en ekki gengid og vona thetta komist i gegn. A morgun er frjals dagur. Allir una hag sinum fagurlega og eru einstaklega lukkulegir, senda kvedjur heim hinar kaerustu. Laet heyra fra mer fljotlega.

Frettir af ferdalongum i Jemen

Godan daginn oll
Thad gengur allt eins og i sogu hja okkur. Vid erum i Taiz i augnablikinu. Vorum ad koma ur herlegum fiskihadegisverdi og nu sitjum vid einar fimm kellur i thessu netkaffi. I morgun vorum vid i safninu thar sem adur bjo hinn grimmlyndi Akmed imam og skodudum flikur hans, gersemar og alls konar dotari. Svo var kyert upp a Saberfjall og horft yfir en utsyni er thar harla magnad. A leidinni stigu Elisabet og einn bilstjoranna dans vid fognud vidstaddra.
Vid komum til Taiz i gaer siddegis og leidin til Taiz er otrulega falleg, djupir dalir og ha fjoll skiptast a. Litskrudug thorp og mannlifid allt a idi. Vid forum til Jibla thar sem Arwa drottning Akmedsdottir rikti i 60 ar a elleftu old og skodudum thar eitt stykki mosku sem hun let byggja og tritludum um baeinn.
Vid tokum lifinu med ro a manudaginn , menn svafu ut og svo var akvedid ad labba um gomlu borg og thar fellu menn i stafi hver um annan tveran.
Her i Taiz erum vid a hotel Taj Shamsan en i fyrramalid er stefnt til Hodeidah med vidkomu i Khoka thar sem batsferd og bad i Rauda hafi er a dagskranni.
Hvet ykkur til ad skrifa skilabod tvi farsimar virka ekki. Allir eru hressir og bidja fyrir bestu kvedjur

VÆNTANLEGAR FERÐIR

Vegna ábendingar/fyrirspurnar um væntanlegar ferðir og dagsetningar á þeim skal bent á að ég skrifaði um þetta síðast 23.apríl.
Ef fólk fylgist með síðunni er alltaf komið inn á þetta annað veifið og upplagt að senda þá fyrirspurn a la þessi.

Endurtekið skal því
Haust 2005 september Sýrland/Jórdanía eða Líbanon. Þessi ferð er ekki ákveðin og fer eftir hvort þátttaka verður og ýmsum öðrum þáttum.

Febrúar 2006 Óman
Mars 2006 Egyptaland
Apríl 2006( á páskum) Sýrland/Jórdanía(eða Líbanon)
Maí 2006 Jemen/Jórdanía
September 2006 Íran

Fundur verður um þessar ferðir í júní mánuði n.k.
Vona að þetta sé fullnægjandi

Maher málin

Mér finnst það í frásögur færandi að hópurinn sem fór nú síðast til Sýrlands/Jórdaníu hefur staðið sig glæsilegast í að greiða fyrir því að við getum boðið Maher Hafez til Íslands í sumar.
Þegar þetta er skrifað hafa 24 af 28 (nettó) þátttakendum í ferðinni borgað inn á reikninginn minn hinar umbeðnu 2 þúsund kr.

Eins og kom fram á aðalfundinum um daginn hefur metið fram að þessu verið hjá "litla" hópnum sem fór í apríl 2002. Í þeirri ferð voru 13 og þar af hafa 10 borgað.

Í hópnum í september 2003 voru (nettó)28 og hefur innan við helmingur lagt í Mahersjóðinn eða 13.
Í hópnum í apríl 2004 þegar þessi hugmynd var sett fram voru (nettó) 39 og hafa 20 greitt.
Þá skal getið um hópinn í september 2004 þegar samtals 22 (nettó) voru í hópnum að 15 hafa innt þessa greiðslu af hendi.

Mér finnst líka ástæða til að taka fram að þrír VIMA félagar sem hafa ekki kynnst Maher hafa lagt fram sinn skerf.
Allt er þetta forvitnilegt rannsóknarefni sem ég deili hér með ykkur. Og þakka þeim fyrir sem hafa lagt þessu lið en þrátt fyrir græna vonarlitinn sem ég setti í pistil um málið á dögunum brugðu aðeins tveir úr fyrri ferðum við og borguðu.
Hugsanlegt er að menn séu ekki með á hreinu hvort þeir hafi borgað eða ekki. Þá er bara að senda mér línu, elskurnar mínar. Ég er með mína pottþéttu lista.

Íranáætlun -drög- eru tilbúin

Var að setja inn drög að Íranáætlun. Klikkið á Íran hér til hægri og kíkið á planið.
Eins og ég hef áður sagt ætla ég að halda fund með áhugasömum ferðalöngum um þessa ferð og aðrar í júní. Þá verður haft samband við þá sem hafa lýst vilja til að koma með í reisurnar sem eru á boðstólum fyrir árið 2006.
Það hafa einnig nokkrir tjáð mér að þeir hafi hug á Sýrlandsferð í september. Enn ekki nógu margir - þurfum að vera 27. Þess vegna ættu menn að láta mig vita.

Þá býst ég við að hafa fullkomnari Óman áætlun eftir að ég kem frá Jemen/Jórdaníu í lok maí.
Gjörið svo vel að láta í ykkur heyra en ítreka að þeir sem hafa þegar haft samband þurfa ekki að gera það - en auðvitað alltaf gaman að fá póst frá ykkur og menn ættu að vera driftugri við það.
Bless í bili.

JEMEN og FATIMA og fleira

Jemen/Jórdaníufarar hittust í gær og dreift var farmiðum, ferðagögnum ýmiss konar og farið yfir endurbætta og lítillega breytta áætlun. Svo var drukkið kaffi og etnar með góðri lyst sýrlenskar kökur sem ég hafði með mér af Sýrlandi um daginn. Allir eru eftirvæntingarfullir og hlakka til.
Við förum eldsnemma morguns og verðum komin til Jemen, ef guð lofar, um kl. 1,30 aðfararnótt mánudags, eða hálf ellefu að íslenskum tíma.

Býst við að geta hitt félaga í Jemen sem geta gefið nokkurn veginn pottþétt upp hvað kosta muni að styrkja amk. eina jemenska stúlku - helst Fatimu í Þúla- til náms. Var að taka saman hvað væri komið inn og hér með listi yfir það.
Sjálf legg ég fram til að byrja með 250 þúsund af Hagþenkisverðlaunum. Ein félagskona sem ég held að vilji ekki láta nafn síns getið 100 þúsund.
Í þeim vísi að söfnun sem var í tengslum við afmælið mitt í febrúar komu inn 64.825 þúsund.

Tveir kvennaklúbbar eru reiðubúnir að taka þátt í verkefninu og bíða eftir áætlun um kostnað. Þeir eiga þakkir skildar svo og aðrir sem hafa lagt þessu lið.
Þá er skipulagsskrá sjóðsins í undirbúningi svo allt verði nú löglegt og fínt og gagnlegt.
Þá er meiningin að senda til kvennaverkefnisins í Líbanon smáupphæð og ég geri það þó líklega ekki fyrr en ég kem aftur frá Jemen/Jórdaníu.

Ýmsir sem hafa einnig haft spurnir af þessu hafa beðið um reikningsnúmerið. Enn er upphæðin á mínum reikningi en bý til sérreikning fljótlega. Þeir sem vilja bæta við upphæðina leggi alúðlegast inn á 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Öll framlög eru afskaplega vel þegin.

Vil í leiðinni þakka síðasta Sýrlandshóp hvað hann hefur brugðið við skjótt og borgað inn á Mahersjóðinn.

Ítreka svo að Íransáætlunin verður sett inn á síðuna í síðasta lagi á laugardag og bið þá sem vilja láta boða sig á fundinn í júní að spjalla um þáttöku í ferðum og hafa ekki kveðið upp úr með þátttöku að láta mig vita hið allra fyrsta.

Sæl að sinni mín vænu.

ÍRANÁÆTLUN VERÐUR SETT INN 'I VIKUNNI -JEMENFARAFUNDUR Á MORGUN

´Hef fengið í hendur mjög fýsilega áætlun um Íran sept 2006 og sit nú og reikna út flugfargjald. Vonandi get ég sett hana inn í vikunni, þ.e. í grófum dráttum og ekki víst að endanlegt verði liggi þá fyrir. Ég býst við hún verði 15 dagar. Fylgist því með.

Jeme/Jórdaníufarar sem fljúga út á sunnudag mæta til fundar í gamla Stýrimannaskólanum mánudag kl. 5 og sækja farmiða og endurbætta áætlun og fleira.

ENN EITT og það ættuð þið að láta ganga:
Ætla að halda fund í byrjun júní ef guð lofar með þeim sem hafa sýnt áhuga á ferðunum 2006. Nánar um það seinna en gjörið svo vel að láta þetta berast svo vel verði mætt á þann fund. Skal tekið fram að Óman og Íran eru að fyllast því hópur verður ekki fleiri en 22 í hvora ferð. Allmargir hafa tjáð sig áhugasama um Sýrland/Jórdaníu eða Líbanon um páskana og slæðingur er einnig spenntur fyrir Jemen. Margir hafa komið að máli við mig og sagt frá vinum og kunningjum sem vilja taka þátt í þessum ferðum og því mælist ég eindregið til að þið látið þá hafa síðuna svo þeir geti fylgst með. Er ekki viss um að ég fari í Sýrland í haust. Þó gæti það verið ef næg þátttaka er fyrir hendi. Allt þetta skyldu menn nú bræða með sér af yfirvegum og í rólegheitum og svo verðum við í sambandi þegar ég kem heim.

En fylgist sem sagt með Íransáætlun. Hún lítur ansi girnilega út. Sömuleiðis er ég að bíða eftir tilboði í skikkanlega ódýra flugferð til Ómans.