I saeluvimu i Isfahan

Komin til fegursta borgar i Iran og areidanlega tho vidar vaeri leitad, Isfahan. Gardarnir , skreytingar, aevafornar og skreyttar bryr yfir Lifsgjafarfljotid sem rennur um borgina, fyrir utan allar hallirnar og moskurnar og mannlifid sem er einstaklega adladandi.

Sat m a ad vatspipusukki og tedrykkju undir nokkur hundrud ara gamalli bru adan thar sem tehusum hefur verid komid fyrir og horfdi a solarlagid a fljotinu.

For ad gamni i armenska domkirkju fyrr i dag en ondvert vid thad sem margir halda bua her kristnir Armenar og gydingar i hronnum og a thad raunar vid um flesta staerri stadina i Iran. Armenarnir thykja lika einkar snjallir heimabruggarar tho mer hafi ekki tekist ad komast i slikt i thessari ferd.

Vard fyrir dalitlum vonbrigdum med Persepolis- liklega hafdi eg buist vid einhverju enn storkostlegra og satt ad segja finnst mer Palmyra i Syrlandi mun tilkomumeiri en thad segi eg audvitad ekki nokkrum manni her. Aftur a moti fannst mer Nekropolis ansi skondinn stadur.

Svo far eg a russi i Sjiraz, skodadi grafhysi thess dayndisskalds, vaxmyndasafn, bleiku moskuna og eg man ekki hvad. I hop gaedanna baettist fruin Jas og var hin blidasta og reyndist vera thridji spordrekagaedinn minn i thessu flandri, thad er botin ad bilstjorinn er vatnsberi.

Vid logdum af stad hingad til Isfahan i bytid og eg verd her a morgun og flyg sidla kvolds til Teheran. Se i hendi mer ad minna en 3 dagar i Isfahan er ohugsandi svo madur fai nasasjon af ollu tvi sem her er, ad eg nu ekki tali um markadinn sem er sagdur einstaklega skemmtilegur.

Eg kem svo heim a thridjudag og minni alla a ad fara inn a siduna. Hyggst halda fund med Syrlandsforum fljotlega og helst adur en eg fer til Egyptalands. Einkum vegna breytinganna sem eg gerdi a theirri ferd. Their sem eg hef heyrt fra vardandi thaer breytingar eru allir jakvaedir og hinir katustu. Bid ad heilsa. Nu fer eg ut i mannlifid og leita mer ad matsolustad tvi gaedinn minn og bilstjorinn eru badir farnir heim til sin.

Kvedja fra Sjiraz og vidbot

Goda kvoldid og blessad
Allt gengur ad oskum i minni stuttu Iransferd, var ad koma til Sjiraz og verd her i kvold og a morgun. 'A morgun aetlum vid, eg og minn godi gaed Peshman ad skoda Persepolis og kannski kiki eg a markadinn og i nokkrar undurfagrar moskur og sofn.
Thad er satt ad segja skomm fra tvi ad segja ad mer hefur ladst ad stunda kaupskap sokum anna og thad laetur madur ekki um sig spyrjast.
Skrapp a milli hotela adan svona til ad bera saman hvad her er i bodi og fekk mer te a Hama hoteli sem mun hafa verid byggt fyrir kryningardellufinerishatid thaverandi keisara 1971 og thar bjuggu gestirnir. Munu tvi tveir Isleningar hafa buid i theim dyrindum, t.e fyrverandi tengdaforeldrar minir en tau voru bodin i tha veislu.

A leidinni til Sjiraz komum vid a bardagavollinn thar sem Alexander mikli sigradi Persa i denn tid og var ekki tilkomumikid ne miklar minjar um tha dramatisku orrustu. Leidin til Sjiraz er falleg og grodursael eftir ad hafa verid ofar i landinu thar sem er einkum eydimork, en nokkud blomleg eftir godan og blautan vetur.

Var i Yazd i gaer en thad er baer i midri morkinni og thar eru fjolmennastir elddyrkenda i landinu. Their vilja tho fjarri kalla sig elddyrkendur heldur utskyra sin truarbrogd a mun einfaldari og fallegri hatt. Skodadi thar gamla bainn, en i honum midjun er sagt ad Alexander hafi gjort fangelsi fyrir oroaseggi og valid theim thann stad i landinu thar sem hvad heitast verdur a sumrin , rumlega 50 stig og kaldast a vetrum eda nidur i 10 stiga frost. For i hof og safn theirra elddyrkenda, skodadi Turn thagnarinnar en thangad var theim skutlad latnum tvi fylgjendur truarbragdanna vildu ekki menga jordina med tvi ad grafa likid og thadan af sidur loftid med tvi ad brenna tha. Their letu tvi foglana um nanari framkvaimd og sidan var beinum safnad saman ofan i djupar holur.

Um 30 km adur en komid er til Yazd er vagnlestastod fra 17.old, en thaer voru reistar med 30 km millibili yfir morkina 999 talsins. Thessi hefur verid faerd til upprunalegs horfs og thar geta menn gist vid ivid betri adstaedur en kaupahednarnir i gamla daga.

Mer list vel a ad profa thad ef af ferd verdur. Var annars stalheppin med gistingu i Yazd tvi hun var i fogru hefdarhusi sem hefur verid breytt i gistihus. Alger aevingtyrastadur.

Annars aetla eg ekki ad vera med miklar upptalningar, thad er engin thorf a tvi i bili en mer finnst margt afskaplega eftirtektarvert her hvad allir eru elskulegir, gefa sig ad manni hvort sem er ut a gotu eda i helgistodum og vilja bara spjalla um daginn og veginn.
Hreinlaeti er aberandi gott. Allir stadirnir sem eg hef hingad til - og tho Sjiraz og Isfahan eftir- undurspennandi. Peningamalin eru snunari. Tvi thad eru 8500 rialar i einum dollara eda svo vid svissum yfir i isl 8500= um 61 kr. Thad er eins gott ad reiknikunnattan se i lagi fyrstu dagana medan madur attar sig a thessu. Manni finnst ansi svakalegt ad borga 16 thusund riala fyrir tvo klukkutima a netinu, thangad til madur fattar ad upphaedin umreiknud i islenska mynt er um 100 kr.

Vedrid hefur verid hid vaensta midad vid arstima, rigning i Kerman, heitt i Yazd og rigning og notalegt her i Sjiraz.

Eg hef att skemmtilegar og fysilegar vidraedur vid fjolda manns thessa daga og margt sem hefur komid mer a ovart kannski einkum og ser i lagi hvad folk er opinskatt um trumal og politik og alls konar malefni sem madur heldur ad thurfi serstaka adgat og megi kannski alls ekki raeda um.

Thar sem eg er her a Pars hoteli i Sjiraz med godum netadgangi skrifa eg kannski inn a siduna annad kvold eftir ad hafa kynnst tvi aevintyri sem Persepolis er.
Kvedjur a ykkar bai
Adeins seinna:
Thad er mjog dularfullt ad eg get ekki fundid thennan gagnmerka pistil a sidunni, vona hann hafi nu eda muni skila ser. Ma baeta vid ad gaedarnir minir eru badir spordrekar, annar faeddur 1.nov. og hinn 16. og eru hvor odrum thekkilegri eins og tharf ekki ad hafa morg ord um.
Eins og menn vita er skylda her ad ganga med slaedur um harid her og hef eg farid eftir tvi samviskusamlega. Eitthvad tho ekki alveg komid inn i forritid tvi i morgun sat eg i hatign minni vid morgunverdarbordid og filadi mig eitthvad undarlega. Uppgotvadi svo seint og um sidir ad eg hafdi gleymt ad setja a mig slaeduna. Enginn sagdi ord en eg baetti ur thessu snofurlega.
Sem sagt vona pistillinn skili ser tho tolvan her se eitthvad sein ad birta hann./

Menningardagur fra morgni til kvolds

I dag hef eg gert thad sem madur gerir i Teheran, farid a helstu sofnin. Mer fannst Tjodminjasafnid alveg magnad og vel upp sett, skipt nidur i fyrir tima islam og eftir ad thad kom til sogunnar. Sidan tok vid glerlista og keramiksafn sem er i fyrrum hefdarmannshusi sem hefur verid breytt i hid fegursta safn. Tha tok vid teppasafn og thar fekk eg vatn i munninn enda margan dyrgripinn ad sja.
Ad lokum var svo djasnasafn keisarans og tha la nu vid ad mer yrdi bumbult tvi annan eins iburd hef eg ekki sed og ofgnottin af ollu var yfirgengileg. Thar er svo mikil oryggisgaesla ad komi madur vid glerid sem er utan um alla gimsteinana fer oryggiskerfid i gang med latum og allar utgonguleidir lokast.

Svo hofum vid Leili gaedastulka sest nidur i te odru hverju og fer vel a med okkur. Til stod ad hun faeri med mer i ferdina naestu daga en tha fekk mamma hennar einhver othaegindi og hun gat ekki fengid af ser ad yfirgefa modurina.

I kvold baud Shapar Roosta, markadsstjori ferdaskrifstofunnar sem hefur sed um plandid ut a ansi hreint notalegan stad ad borda gomsaeti. Thad litla sem eg hef smakkad af ironskum mat hingad til er einkar ljuffengt.

Allir eru einstaklega vinsamlegir, brosmildir og thekkilegirm vedur solrikt og hlytt i dag. Teheran er ekki beinlinis spennandi borg en thad kemur ekki a ovart, hingad kom eg svosem i myflugumynd i november 1978 og fannst hun ekki adladandi. Aftur a moti finnst mer hun hrein og snyrtileg.
Naestu dagar fara i flandur um landid, flyg a morgun til Kerman sem er adalbairinn i samnefndu heradi. Gaman ad vita hvernig thad verdur.
Bestu kvedjur og latid thessa stuttu hugvekju ganga.

Thrju ord fra Teheran

Bara til a[ lata ykkur vita ad eg er heil og sael i Teheran, Aetla ad skrifa meira i kvold thegar vid Leili gaedastulkan min hofum farid ad skoda nokkur sofn. Nu er klukkan 10 ad morgni ad irosnkum tima og tha 7 heima.
Thad var gaman ad horfa ut um herbergisgluggann minn sem snyr i att til Alborsfjalla sem eru med hvita hettu a kollinum.
Er a Laleh(Tulipana) hoteli her, thad var adur hid fraega Intercontinental.
Ferd gekk prydilega, KLM er nais og notalegt.
allir gladir i bragdi og langflestir voru Iranir en samtimis lentu velar fra Tokio og Seul, Dubai og Damaskus svo thad var mikil traffik en allt i rjomasoma og uti hly og vinaleg rigning.
Skrifa sem sagt seinna i dag. Vildi bara lata vita ad eg vaeri maett a stadinn

FÉLAGSBR'EF og sjóðsstofnun

VIMA stjórnarkonur hittust í dag til skrafs og ráðagerða og fórum meðal annars yfir breytingarnar á Sýrlandsferðinni sem þið sjáið hér.
Einnig komumst við að þeirri spaklegu niðurstöðu að VIMA ætti að gefa út fréttabréf, þ.e. æði margir félagar hafa ekki imeil og það er ekkert vit í að þeir geti ekki fylgst með því sem er að gerast í félaginu. Stefnt að útgáfu þessa fréttabréfs í maí og september.

Einnig töluðum við um formlega sjóðsstofnun og ætlum að leita að lögfróðum og jákvæðum félagsmanni sem gæti aðstoðað við að búa slíkum sjóð þá umgerð sem hæfði.

Jæja, mín vænu, nú væri kannski ráð að setja niður í tösku og setja sig í Íransgírinn og fara snemma í háttinn því ég fer út á völl klukkan 5,30 í fyrramálið.

Vil ítreka að ég ætla að efna til fundar um Sýrlands/Jórdaníuferðina í mars, þ.e. áður en ég fer til Egyptalands.
Bless í bili og vonast til að geta haft samband frá Íran. Insjallah

Áætlunin til Sýrlands/Jórdaníu 10.-25.apríl

Góða kvöldið aftur.
Þá kemur hér áætlunin endurskoðuð og pússuð

10.apríl. er eins og á gamla planinu nema flogið til Damaskus
11.-17.apríl er eins og dagarnir á gamla planinu
18. april. Upp úr hádeginu ekið í áttina til Jórdaníu. (það tekur um klukkutíma) Þegar yfir landamærin er komið er keyrt til hinnar mögnuðu Jerash með öllum sínum frægu dásemdum.
Til Amman og tjekkað inn á West hóteli, mjög góðu hóteli sem telst 4ra stjörnu. Borðum kvöldverð þar.
19.apríl Morgunverður. Fyrir hádegið skoðum við okkur um í Amman en um hádegið keyrt niður til Dauða hafsins. Þar borðum við hádegisverð á því glæsilega hóteli, Marriott(innifalinn) og síðan höfum við aðgang að fimm eða sex sundlaugum hótelsins og menn geta skokkað niður að hafinu og prófað leikni sína í að fljóta þar.
Síðdegis keyrum við til Petru. Gistum á Petra Palace, góðu hóteli(þar er ágætis sundlaug vel að merkja). Kvöldverður. Innifalinn.
20.apríl Eftir morgunverð förum við og skoðum Petru þessa mögnuðu rósrauðu borg, sem týnd var um aldir. Ævintýralegur staður. Borðum og gistum á Petra Palace
21. Morgunverður. Síðan er ferð inn til Wadi Rum og þar geysumst við um einstakt tungllandslagið á jeppum. Skoðum furðulegar áletranir á klettum en þær voru eins konar vörður á leiðum manna á þessum stað áður og fyrr. Við höldum til Amman seinni partinn eftir að hafa skoðað þennan undrastað. Við gistum aftur á West hótel.

22.apríl Morgunverður og síðan frjáls tími til hádegis. Síðan keyrum við að sýrlensku landamærunum og áfram til Damaskus.
23. apríl Morgunverður. Farið í þjóðminjasafnið í Damaskus
24. apríl Morgunverður Frjáls dagur. Seinni hlutann á hakavati og kveðjukvöldverður í Omijad veitingahúsinu og síðla kvölds út á flugvöll og vélin til Kaupmannahafnar fer í loftið um 4 um nóttina.
25. apríl. Eins og í fyrra plani.

Ég vona að allir séu bara ljómandi kátir og sáttir með þessar breytingar.
Það skal tekið fram að það er möguleiki að hafa dagsferð til Baalbek í Líbanon 23.apríl en hún borgist sérstaklega.

Þessi breyting hækkar ekki verðið, það helst og innifalið í Jórdaníu eru kvöldverðir, aðgangseyrir og áritun og þess háttar svo eiginlega lækkar verðið! (maður er nú jákvæður) því í Líbanon þurftum við að borga alla kvöldverðina. Við erum alltaf að græða.

BREYTINGAR Á FERÐINNI Í APR'IL

Elskuleg öll.
Ég hef ákveðið að gera breytingar á Líbanons/Sýrlandsferðinni. Hef verið í sambandi við aðskiljanlega félaga sem vel þekkja til. Eins og ég sagði er ekkert sem bendir til að við þurfum að hafa áhyggjur
en
mér finnst samt vissara að breyta ferðinni í Sýrland/Jórdanía. Þá þarf ég einnig að breyta dagsetningum, þannig að brottför er 10.apríl og heimkoma 25.apríl. Nú vona ég að það komi sér ekki illa fyrir neinn.

Ástæðan fyrir því að
mér þótti rétt að taka þessa ákvörðun er bara að ég vil sýna ábyrgð og gætni. Það gerist vonandi ekkert sérstakt í framhaldi af atburðunum í síðustu viku en ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig og tefla engu í tvísýnu. Ég bað Sýrlandsfara að hafa samband ef þeir væru mótfallnir þessu á einn eða annan veg en þau svör sem ég hef fengið benda til að fólk treysti mér til að taka skynsamlega ákvörðun.
Þess vegna set ég í kvöld nýju áætlunina inn á síðuna. Vinsamlegast fylgist með.
Farið inn á síðuna um kl níu og þá ætti allt að vera klappað. Ferðaskrifstofumennirnir mínir í Jórdaníu sem hafa annast þá hópa sem ég hef farið með til Jemen/Jórdaníu brugðu við skjótt og sendu mér áætlun. Þeir eru hinir ágætustu náungar og í þeirri ferð verðum við tvær nætur í Petra, förum inn í Wadi Rum, niður að Dauða hafi og skoðum Amman. Mér líst ágætlega á þessar tillögur. Bíð nú eftir svari frá Sýrlendingum vegna breytinga á dagsetningum.
Sem sagt ætti að vera komið inn kl. 21 í kvöld. Vona að allir verði glaðir og ánægðir.

Til Írans á sunnudag--lítur bærilega út í Líbanon

Þá lauk menningarheimsnámskeiðinu í gærkvöldi og var hið ánægjulegasta og vonandi allir einhvers vísari. Greinilegt að ýmsir hafa áhuga á ferðum og að ganga í VIMA.

Rétt áður en ég vippaði mér út úr dyrunum í gærkvöldi kom sendiboði frá póstinum og var með vegabréfið mitt og í því undurfagur stimpill frá íranska sendiráðinu. Því er nú ekkert til fyrirstöðu lengur og ég flýg til Amsterdam á sunnudag og svo áfram til Teheran á mánudag.
Eins og ég hef minnst á er ég ekki viss um hvernig netkaffismál eru í Íran en reikna með að þau séu í góðu standi og þess vegna skrifa ég einhver vísdómsorð inn á síðuna öðru hverju en get hins vegar ekki endilega sent öllum tilkynningar um það svo ég vona þið hafið skeleggt frumkvæði að því að fara inn á síðuna í næstu viku. Gott að gera það bara að reglu eins og að bursta tennur á morgnana og taka lýsisskammtinn sinn.


Af Líbanon er allt þokkalegt að frétta. Sé ekki neitt enn sem mælir gegn því að við förum þangað í apríl. Þarf að láta flugfélagið MALEV vita annað kvöld og set smáhugvekju inn annað kvöld um það.
Hef Jórdaníu í bakhöndinni með Sýrlandi ef eitthvað gerist sem manni sýnist að dragi úr því að við byrjum í Líbanon. Ég vona að allir séu út af fyrir sig dús við það.
Væri ekki verra að heyra frá ykkur um það.

Svo hittumst við VIMA stjórn á morgun og ég segi frá því ef við skyldum komast að einhverjum hnyttnum niðurstöðum.

ÞAKKIR FYRIR KVEÐJUR/ Fundur með Egyptalandsförum/ Sýrland og Líbanonsfólk athugið líka

Kærustu félagar. Það helltust yfir mig kveðjur frá VIMAfólki bæði á afmælinu mínu og vegna Hagþenkis verðlauna og ég þakka mikið vel fyrir þær sem mér þótti afar vænt um hverja og eina.
Þá hefur hugljómunin mín um að búa til sjóð til styrktar stúlkum í Jemen og í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon fengið frábærar undirtektir. Við stjórnarfólk í VIMA ætlum að hittast og ræða það mál og búa til vandaðar reglur um sjóðinn og svo verður það kynnt enn betur. Margir hafa þegar lagt framlög í sjóðlinginn og það var mér gleðiefni. Læt ykkur fylgjast með því vel og vandlega.
Býst við að reyna að ná VIMA stjórn saman á laugardag og skrifa síðan inn á síðuna á laugardagskvöld. FYLGIST MEÐ ÞVÍ.

TIL EGYPTALANDSFARA: Fundur um ferðina verður laugardaginn 12. mars kl. 14 í Stýrimannaskólanum gamla við Öldugötu (fyrir enda Stýrimannastígs). Þá er nauðsynlegt að allir mæti og sæki miða, upplýsingar og alls konar smálegt. Við fáum okkur kaffi og ræðum saman um þessa ferð sem er fullskipuð og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, sá gagnmerki fróðleiksbrunnur, verður mér til aðstoðar í þeirri ferð.
Einhverjir hafa látið í ljósi áhuga á að fara til Alexandríu á sama degi og skoðunarferð(valferð) er til Fejun og ættu þeir að láta vita sem hafa hug á því. Þeir fara væntanlega undir handleiðslu Ragnheiðar Gyðu þangað eða á eigin vegum. Ég ætla hins vegar að fara með þá sem vilja skoða Fejunvin alkemistans(sjá bók Pauls Coelho). En þetta kemur allt í ljós.
Ég set fundinn og dagsetningu inn aftur en vil að menn viti þetta með góðum fyrirvara og ef einhver getur ekki mætt VERÐUR sá hinn sami að senda einhvern fyrir sig.

Þá er rétt að Sýrlands/Líbanonsfarar fylgist vel með á næstunni. Vegna atburðarins í Beirut nú í vikunni hef ég haft samband við félaga mína þarna úti og fyrstu svör benda ekki til að við þurfum að hafa áhyggjur. Sjálfsagt er að athuga málið af yfirvegun og til greina kemur að breyta ferðinni svo að við sleppum Líbanon ef mér finnst ástæða til. Þá hefur mér dottið í hug að taka nokkra daga í Jórdaníu í staðinn. Það er hins vegar EKKERT sem bendir til þess í augnablikinu að ferðinni þurfi að breyta. En af því ég þarf að ganga frá flugmiðum í þá ferð mjög fljótlega bið ég sem sagt alla væntanlega ferðafélaga að fylgjast með á síðunni.
Enginn hefur látið í ljós efasemdir. Það er ekki stíll VIMA fólks. Við verðum bara í sambandi.
Það getur vel verið að ég setji fleira inn í kvöld. Margblessuð í bili og aftur kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og þessar glæsilegu undirtektir.

Hvernig væri að búa til sjóð?

Mig langar hér með að segja ykkur frá hugljómuninni minni, mínir vænu félagar.
Nú á ég sumsé afmæli í dag - sem er vissulega merkisdagur eins og allir afmælisdagar eru. Einhver spurði mig á dögunum hvað ég vildi fá í afmælisgjöf og ég verð að játa að mér varð svaravant. Því hvað vantar eiginlega skipulagða stútungskonu á mínum aldri? Svo hugsaði ég málið og komst að niðurstöðu og hér er hún:

Mesta ánægja mín væri að við stofnuðum dálítinn sjóð til að styrkja jemenskar stúlkur í nám og til að styðja við bakið á palestínskum stúlkum sem hírast í flóttamannabúðum í Líbanon við bág kjör. VIMA hefur nokkrum sinnum látið smáupphæðir af hendi rakna til verkefnis þar. En með alvöru sjóðstofnun gæti sú hjálp orðið markvissari. Hvað varðar skólagöngu stúlkna í Jemen held ég að þar gæti slíkur sjóðir gert heilmikið gagn. Aðstæður þeirra eru erfiðar en stúlkan Fatíma í Þúla er gott dæmi um unga stúlku sem þyrfti að komast í nám.

Því bið ég þá sem vilja gefa mér eitthvað/vilja styrkja þessa hugmynd að leggja inn upphæð á reikninginn 1151 15 551130 og kt. mín er 1402403979. Síðan bý ég fljótlega til sérstakan reikning utan um þetta og svo verður þetta fljótlega alvörusjóður og vonandi getum við leitað til ýmissa utan VIMA. Athugið að upphæðin er bara eftir smag og behag og allt hversu lítið/mikið kemur að gagni og sýnir hug sem ég met mikils.

Svo þetta er mín hugljómun og ég vona að ykkur lítist nokkuð vel á hana. Ef þið viljið taka þátt í þessu elsku leggið þá smotterí inn á reikninginn. Á næsta VIMAfundi ætla ég að fá aðstoð við að gera reglur um þennan sjóð og koma þessu á framfæri.
Þetta er gert í tilefni af afmælinu mínu í dag og ánægjulegum persónulegum viðburði á morgun.
Nú er ég óneitanlega mjög spennt að vita um undirtektir ykkar. Sæl að sinni.

Borguðu nú menn af miklu kappi - kæra þökk- verða tvær Ómanferðir

Mér er ánægja að segja að Egyptalandsfarar tóku hraustlega við sér eftir síðustu tilkynningu sem var kannski í fyrirsögn nokkuð tilfinningaþrungin. En það hreif og allir eiga þakkir skildar fyrir hve fljótt var brugðist við. Aðeins örfáar sálir eiga eftir að borga og gera það ugglaust á mánudag. Einnig hafa nú allir Líbanons og Sýrlandsfarar borgað febr. greiðslu og aðeins einn Jemenfari skyldi sinna því máli af kæti strax eftir helgi.

Þá er gaman hvað margir eru forsjálir og skrá sig á lista fyrir 2006. Óman virðist orðið fullt og því hefur mér dottið í hug sú snjalla lausn að hafa tvær ferðir, þar sem Egyptaland virðist í bili ekki vera jafn eftirsótt. En verður það ugglaust að þeirri ferð lokinni sem er nú í mars. Svo hafa VIMA félagar skráð sig í Jemen Jórdaníu vorið 2006 og Sýrland/Líbanon heldur sínu enda komin á það mest reynsla og þær ferðir spyrjast vel út.

Svo ég beini þeim tilmælum til ykkar að láta mig vita um áhuga ykkar. Ekki þarf að óttast að farið verði að rukka og engar skuldbindingar í gangi en allt þarf nokkuð góðan aðdraganda eins og menn vita. Sömuleiðis er áhugi á Íran haustið 2006. Nú bíð ég með öndina í hálsinum eftir að vegabréfið mitt birtist stimplað og fínt svo ég komist út 20.febr. eins og áformað var.

Nú veit ég svo sem ekki hvernig netkaffismál eru í því landi en svo fremi ég geti mun ég senda pistla heim á síðuna svo menn geti fylgst með því. Meira um það seinna. Það hafa tveir bæst við í Egyptalandsferð og ég fæ svör eftir helgi hvort þeir komast með. Sömuleiðis er einn mjög áfjáður Sýrlands/Líbanonsfari sem ég er einnig að athuga hvort fær flugmiða og pláss. Það skýrist vonandi á mánudag, eða síðasta lagi á þriðjudag. Bið ykkur að fylgjast með á síðunni.

Það verða svo birtar á síðunni síðla sunnudags eða mánudagsmorguns upplýsingar um hina snöfurlegu hugljómun mína sem ég efa ekki að VIMA félagar munu verða kátir að heyra um.
Sofiðið blítt.

Doltið ólukkuleg ----vinsamlegast borgið---leyndarmál upplýst senn

Get ekki neitað því að ég er duggulítið óhress með það hvað margir Egyptalandsfarar sem þeysa á faróaslóðir eftir rífan mánuð eiga eftir að greiða febrúargreiðslu og hvet ykkur til að gera skil. Hef áður sagt að við erum þar á miklum annatíma og forsvarsmenn Hamisferðaskrifstofunnar sem annast okkur þar ýta á mig með greiðslur. Ég hvatti ykkur til að skunda í bankann og bið ykkur lengstra orða að gera það. johannatravel verður að standa í skilum. Sendi númer til ykkar og endurtek það hér 1151 15 550908, kt. 1402403979
Ég vil svo vitanlega þakka þeim ástsamlega sem hafa borgað.

Ég verð einnig að stytta greiðslutíma í mars út af þessu. Það er NAUÐSYNLEGT að menn hafi greitt ferðina í síðasta lagi 5. mars. Bið ykkur að klikka ekki á þessu.

Þá skal þess getið með ánægju að ferðalangarnir í hinar ferðirnar hafa verið hinir mestu skörungar að borga febrúargreiðslu og takk kærlega fyrir það.

Til fróðleiks og skemmtunar skal svo frá því sagt að ég ætla að segja ykkur frá hugljómuninni minni um helgina.

ALLAR VORFERÐIR FULLSKIPAÐAR

Allar ferðirnar í vor eru fullskipaðar. Það má skrá á biðlista í Egyptaland til 15.febr. og Sýrland/Líbanon til 25.febr. En vonandi dettur samt enginn út. Jemen/Jórdaníuferð tekur á móti biðlistafólki til 20.mars.

Ferðir 2006 hafa ekki fengið dagsetningar en nauðsynlegt að vita vilja ykkar

Óman-febr 2006 ( takmarkaður fjöldi)
Egyptaland -mars (Minnst 25)
Sýrland-Líbanon - apríl (Lágmark 25)
Jemen-Jórdanía- maí (hámarksfjöldi 20)
Íran- sept 2006(og etv 3 dagar í Sýrlandi á heimleið) (hámarksfjöldi 16)


Látið í ykkur heyra því allmargir hafa þegar sett sig á lista yfir Óman og mér er kunnugt um áhuga á öllum hinum ferðunum. Um að gera að eiga ykkur á lista.
Nú tjekka ég á leiknum milli Túnisa og Spánverja í handboltanum. Túnisar eru fínir, ég vona að þeir hafi það. Insjallah

MAHER og fleira gúmmulaði

Góðan daginn og blessaðan
Á fundinum um daginn kom einn væntanlegur Líbanons og Sýrlandsfari með þá spurningu hver Maher væri eftir að lögð höfðu verið fram hugmyndir VIMA stjórnar að ferðaáætlun hans. Þetta er eðlileg spurning og skal upplýst fyrir þá sem ekki hafa kynnst þeim væna náunga að segja að hann hefur verið sýrlenski leiðsögumaðurinn okkar í öllum VIMA ferðunum og kom upp sú hugmynd í apríl ferðinni 2004 að bjóða honum til Íslands. Henni hefur verið vel tekið og menn lagt í púkk og fyrir þá sem ekki voru á fundinum slæ ég hér inn þessa áætlun og tek fram að beðið er um ábendingar til viðbótar þeim sem þegar hafa komið og sömuleiðis að jákvæðir félagar láti vita ef þeir vilja skjótast með Maher út og suður.
Allmargir hafa þegar gert það og takk fyrir það. En fleiri mættu leggja orð í belg.
Áformað er að hann komi hingað 6. eða 7.júlí.
8.júlí er frjáls dagur og mætti þó kynna honum samgöngukerfi borgarinnar og kennileiti og kannski skreppa á nokkur söfn(býður sig einhver fram þar?)
9.júlí
Farið með Maher að Gullfossi, Geysi og til Þingvalla. Uppi eru hugmyndir um að halda lengra og hafa Skálholt, Þjórsárdal og Stöng með í þessum pakka sem tæki þá tvo daga. Margrét Hermanns Auðard. hefur stungið upp á að leiðsegja honum. Einnig væri gott að vita ef fleiri vilja taka þátt í þessari ferð, t.d. bjóða í sumarbústað eða hvaðeina.
11.júlí Maher er í bænum. Síðdegis mætti fara í Krýsuvík og Bláa lónið (býður sig einhver fram þar?)
12.júlí Maher hefur frjálsan tíma til kl 18. Síðan efnum við til samkvæmis í Rafveituheimilinu og þar kæmu saman allir þeir sem hafa tekið/munu taka þátt í að bjóða honum hingað. Boðið upp á veitingar (bjóða einhverjir sig fram til að sjá um t.d. súpu, brauð og kannski köku á eftir?)
13.júlí Maher fer á Snæfellsnes, etv. upp á jökul og sigla út í Flatey.
Einhverjir sem þekkja til þar og vilja taka þátt í því?
Kannski einhver eigi sumarbústað þar og bjóði gistingu?
15.júlí Maher er í Reykjavík eftir reisuna.
16.júlí Nú væri ráð að kynna Maher Norðurland. Sara, Gunnþór, Inga og etv. fleiri hafa boðist til að skutlast norður Kjöl með hann. Kannski fleiri vilji taka þátt í því? Nokkrir Akureyringar vilja kannski hýsa Maher, t.d. hefur Sigríður boðið fram aðstoð. Fleiri?
18.júlí Maher kemur að norðan. Fer kannski að skoða rósarækt í Mosó, Gljúfrastein og fleira. Einhverjir sem vilja taka þátt í því?
19.júlí Maher er haldið veglegt kvöldverðarboð. Ekki ákveðið neitt frekar um það en hugmyndir og aðstoð fagnað
20.júlí Maher heldur heim á leið.

Þetta eru laus drög og ítreka að það væri ákaflega ánægjulegt ef menn vildu senda mér eða öðrum í stjórninni tillögur.
Edda: eddar@simi.is
Ragnheiður Gyða: rgj@dv.is
Guðlaug: gudlaug.petursdottir@or.is
Jóhanna:jemen@simnet.is
Birgir: bkj@isl.is

Það eru þó nokkrir sem hafa ekki greitt í sjóðinn. Hvort það er af þessum alkunna íslenska á síðustustunduhætti eða þeir hafa ekki áhuga að vera með skal ég svosem ekki segja. ÞAÐ SKAL TEKIÐ SKÝRT FRAM AÐ ENGINN ER TILNEYDDUR AÐ VERA MEÐ Í ÞESSU. ÞAÐ LIGGUR Í AUGUM UPPI. OG AÐRIR EN LÍBANONS/S'YRLANDSFARAR VERÐA VARLA MEÐ. ATHUGIÐ ÞAÐ M'IN VÆNU.
En reikningsnúmerið er

1147 05 401402 og kt. 1402403979
Mér þætti vænt um ef þetta væri látið ganga til þeirra sem hafa ekki imeil.



DÁSAMLEGT AÐ VEKJA FORVITNINA SVONA HRESSILEGA

Það er dásamlegt að geta vakið forvitni fólks jafnhressilega og raunin varð á. Þetta mun allt skýrast senn. Engin hætta á öðru og þar sem ég get ekki dagsett nákvæmlega hvenær greint verður frá þá bið ég ykkur bara að vera ötul að fara inn á síðuna.

Þetta getur brostið á fyrr en síðar.

Ég vil einnig taka annað fram: ég veit mætavel að fólk borgar afborgun 1.-10.febr. og Sýrlands/Líbanonsfarar og Jemen/Jórdaníuhópurinn hefur brugðið við mjög skjótt. Á hinn bóginn finnst mér að nú strax upp úr helginni mættu Egyptalandsfarar taka mun betur við sér. Sú ferð er fyrst á dagskrá og ég verð að gera hana upp fljótlega. Athugið að við erum í Egyptalandi á annatíma þar sem páskar okkar eru og Hamisfrú Amy hefur látið það skýrt í ljósi. Svo ég vona að allir bruni í sína banka eftir helgina, jafnvel þótt það sé ekki kominn 10.febr. Hjartanlega takk fyrir.

Ætla nú að skutla til ykkar bréfum um þessar tilkynningar og læt þá ganga fyrir sem hafa greitt í Maher sjóðinn og síðan þá sem ég reikna með að muni gera það. Önnur eru til ýmissa sem ekki þekkja Maher og enn mun ég svo senda öllum öðrum VIMA félögum sem hafa imeil. Ítreka að þið komið upplýsingum til þeirra sem hafa ekki netfang.

ÆSIST NÚ leikurinn - ÓMAN á fljúgandi fart

Þó svo að enn sé langt í að VIMA félagar þurfi að segja af eða á er nú þegar næsta víst að ÓMAN ferð verður að veruleika.
Hinn snöfurlegi kjarni hópsins hefur þegar skráð sig og ýmsir hafa skýrt frá áhuga á ferðinni svo það má vonandi bóka- ef guð lofar- altso að ferðin er komin á dagskrá í alvöru.

Bara svona til að kæta ykkur.

Þá er útlit fyrir að ég komist í könnunarleiðangurinn til Írans núna upp úr 20.febr. Verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Vegabréfsmál á þann bæ virtust snúin en svo rættist úr því öllu saman.

Ég vil benda Egyptalandsförum, Sýrlands/Líbanonsförum og Jemen/Jórdaníuförum afskaplega vinalega á að það eru mánaðamót og þá er að greiða inn á vorferðirnar, mín kæru. Látið það ekki dragast úr hömlu því ég hef þegar sent lokagreiðslu fyrir Egyptaland (ferðina innan landsins) og fyrirframgreiðsla á Sýrland/Líbanon fer af stað þegar fleiri hafa greitt.

Það voru áhöld um að reyna að halda stutta fundi með Egyptalandsförum sem ekki komust á kynningarfundinn og sama má segja um Sýrlands/Líbanonsfólk. Eins og ég sagði frá á Kornhlöðufundinum sé ég ekki að tækifæri verði til þess. Því miður. En vitaskuld verður fundur fyrir ferðina. Og hikið ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar eru sem þið viljið fá svör við eða eruð í vafa.

Í blálokin ætla ég að segja ykkur að ég hef fengið undursamlega hugmynd. Hún er sú skynsamlegasta sem skotið hefur upp í kollinum síðan ég fékk hugljómun í Damaskus um að skrifa Arabíukonur.

Þetta er ekki bókarhugljómun þó. Mun deila þessari hugmynd með VIMU félögum og öðrum velunnurum áður en mjög langt um líður.

(p.s ég yrði stjörnuvitlaus úr forvitni ef mér væri sagt þetta án þess mér væri sagt þetta. En þið bara fylgist með síðunni..........haha)